Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 13:47 Aaron og Nick Carter þegar allt lék í lyndi. Vísir/getty Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. Í yfirlýsingu sem Nick sendi frá sér í gær segir að honum hafi ekki verið annarra kosta völ en að fara fram á nálgunarbann „í ljósi hegðunar Aarons sem varð sífellt kvíðvænlegri.“ Með nálgunarbanninu er Aaroni gert að halda sig í a.m.k. þrjátíu metra fjarlægð frá Nick, fjölskyldu hans og heimili þeirra í Las Vegas. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega þykir okkur systur minni, Angel, leitt að tilkynna að við sjáum okkur knúin til að fá nálgunarbann á bróður okkar, Aaron,“ segir í yfirlýsingunni. „[…] hann elur í brjósti hugmyndir og ásetning um að ráða óléttri eiginkonu minni og ófæddu barni mínu bana.“ Aaron kveðst gáttaður á ásökunum bróður síns. „Ég vil engum illt, síst af öllu fjölskyldu minni,“ sagði hann í færslu sem birtist á Twitter í gær.I am astounded at the accusations being made against me and I do not wish harm to anyone, especially my family.— Aaron Carter (@aaroncarter) September 17, 2019 Aaron hefur lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi og hefur verið óvæginn í garð bróður síns á Twitter síðan fregnir bárust af nálgunarbanninu. Aaroni hefur til að mynda verið tíðrætt um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Nick en nauðgunarkæra gegn honum var látin niður falla í fyrra. Bræðurnir, sem eru báðir tónlistarmenn, nutu töluverðra vinsælda á tíunda áratugnum og snemma á þessari öld. Þeir komu saman fram í raunveruleikaþættinum House of Carters, þar sem fylgst var með stormasömu heimilislífi bræðranna og þriggja systra þeirra. Nick tilkynnti um það í maí síðastliðnum að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni, Lauren Carter. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30 Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43 Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. Í yfirlýsingu sem Nick sendi frá sér í gær segir að honum hafi ekki verið annarra kosta völ en að fara fram á nálgunarbann „í ljósi hegðunar Aarons sem varð sífellt kvíðvænlegri.“ Með nálgunarbanninu er Aaroni gert að halda sig í a.m.k. þrjátíu metra fjarlægð frá Nick, fjölskyldu hans og heimili þeirra í Las Vegas. „Eftir að hafa íhugað málið vandlega þykir okkur systur minni, Angel, leitt að tilkynna að við sjáum okkur knúin til að fá nálgunarbann á bróður okkar, Aaron,“ segir í yfirlýsingunni. „[…] hann elur í brjósti hugmyndir og ásetning um að ráða óléttri eiginkonu minni og ófæddu barni mínu bana.“ Aaron kveðst gáttaður á ásökunum bróður síns. „Ég vil engum illt, síst af öllu fjölskyldu minni,“ sagði hann í færslu sem birtist á Twitter í gær.I am astounded at the accusations being made against me and I do not wish harm to anyone, especially my family.— Aaron Carter (@aaroncarter) September 17, 2019 Aaron hefur lengi glímt við fíknivanda og andleg veikindi og hefur verið óvæginn í garð bróður síns á Twitter síðan fregnir bárust af nálgunarbanninu. Aaroni hefur til að mynda verið tíðrætt um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Nick en nauðgunarkæra gegn honum var látin niður falla í fyrra. Bræðurnir, sem eru báðir tónlistarmenn, nutu töluverðra vinsælda á tíunda áratugnum og snemma á þessari öld. Þeir komu saman fram í raunveruleikaþættinum House of Carters, þar sem fylgst var með stormasömu heimilislífi bræðranna og þriggja systra þeirra. Nick tilkynnti um það í maí síðastliðnum að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni, Lauren Carter.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30 Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43 Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Nick Carter úr Backstreet Boys ekki ákærður fyrir nauðgun Hafði verið sakaður um að nauðga söngkonunni Melissa Schuman árið 2003. 12. september 2018 08:30
Einn söngvara Backstreet Boys hafnar ásökun um nauðgun Söngkona úr stúlknahljómsveit frá 10. áratugnum sakar Nick Carter úr Backstreet Boys um að hafa nauðgað sér árið 2002. 22. nóvember 2017 21:43
Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart. 17. maí 2018 08:55