Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 11:24 Kalifornía ætlar að halda sig við strangari reglur um útblástur bíla þrátt fyrir að alríkisstjórnin ætli að slaka á sínum reglum. Nú stefnir í slag um vald Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári.
Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent