Ungir samviskusendiherrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. september 2019 10:04 Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun