Orkuverðið og umræðan Jón Skafti Gestsson skrifar 17. september 2019 09:35 Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar