Ríkisstjóri New York vill banna bragðbætta rafrettuvökva Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 23:19 Andrew Cuomo, ríkistjóri New York. Vísir/AP Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57