Ungstirnið Fati skoraði og lagði upp í sigri Barcelona á Valencia Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 21:00 Fati, sem er fæddur árið 2002, hefur heldur betur stimplað sig inn hjá Barcelona. vísir/getty Hinn 16 ára Ansu Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-2 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stákurinn kom Börsungum yfir strax á 2. mínútu. Fimm mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Frenkie de Jong sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona. Kevin Gameiro minnkaði muninn á 27. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gerard Pique kom Barcelona í 3-1 á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Luis Suárez fjórða mark Börsunga, þá nýkominn inn á sem varamaður. Suárez skoraði svo aftur á 82. mínútu. Þetta var fyrsti leikur úrúgvæska framherjans með Barcelona síðan 16. ágúst. Maximiliano Gomez minnkaði muninn í 5-2 í uppbótartíma. Þetta var fyrsti leikur Valencia undir stjórn Alberts Celades sem tók við eftir að Marcellino var óvænt sagt upp störfum í vikunni. Barcelona er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig, tveimur stigum á eftir toppliði Atlético Madrid sem tapaði, 2-0, fyrir Real Sociedad fyrr í dag. Spænski boltinn
Hinn 16 ára Ansu Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-2 sigri Barcelona á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stákurinn kom Börsungum yfir strax á 2. mínútu. Fimm mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Frenkie de Jong sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona. Kevin Gameiro minnkaði muninn á 27. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gerard Pique kom Barcelona í 3-1 á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Luis Suárez fjórða mark Börsunga, þá nýkominn inn á sem varamaður. Suárez skoraði svo aftur á 82. mínútu. Þetta var fyrsti leikur úrúgvæska framherjans með Barcelona síðan 16. ágúst. Maximiliano Gomez minnkaði muninn í 5-2 í uppbótartíma. Þetta var fyrsti leikur Valencia undir stjórn Alberts Celades sem tók við eftir að Marcellino var óvænt sagt upp störfum í vikunni. Barcelona er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig, tveimur stigum á eftir toppliði Atlético Madrid sem tapaði, 2-0, fyrir Real Sociedad fyrr í dag.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti