Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 18:52 Andrew Wheeler, starfandi yfirmaður Umhverfisverndarstofnunnar Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. Löggjöfinni var ætlað að vernda votlendi, ár og læki víða um Bandaríkin og var þeim sérstaklega ætlað að vernda smærri ár og læki sem renna í stórar ár og vötn. Verktakar, námufyrirtæki og bændur voru sérstaklega ósáttir við lögin og sögðu þau brjóta gegn eignarrétti og skaða efnahagsþróun.AP fréttaveitan segir starfandi yfirmann Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna hafa skrifað grein þar sem hann sagði markmiðið niðurfellingar laganna að binda enda á óvissu bænda, verktaka og landeiganda. Hann gagnrýndi sérstaklega í greininni að lög Obama hefðu verndað „einangraðar tjarnir og læki sem renna eingöngu í rigningu“.Umhverfisverndarsinnar segja að afnám reglanna muni leiða til þess að gæði drykkjarvatns milljóna Bandaríkjamanna muni versna og að votlendi, sem sporni gegn flóðum, sía mengunarefni úr vatni og eru vistsvæði gífurlegs fjölda fiska, fugla og annarra dýra, standi nú frammi fyrir skemmdum.Samkvæmt Washington Post eru samtök umhverfisverndarsinna þegar byrjuð að undirbúa lögsókn gegn Umhverfisstofnunarinnar.Vatnsverndarlög Bandaríkjanna voru upprunalega sett árið 1972 og hefur umfang þeirra aukist mjög síðan þá. Með breytingum ríkisstjórnar Trump er í rauninni verið að færa lögin aftur til ársins 1986. EPA ætlar þó að leggja fram nýja skilgreiningu um hvaða ár, vötn og votlendi njóta verndar alríkisstjórnar Bandaríkjanna á næstu mánuðum. Tump hefur einsett sér að fella niður mörg af lögum Obama. Stór hluti þeirra laga snýr að umhverfisvernd og hefur forsetinn þegar fellt mörg þeirra niður. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. Löggjöfinni var ætlað að vernda votlendi, ár og læki víða um Bandaríkin og var þeim sérstaklega ætlað að vernda smærri ár og læki sem renna í stórar ár og vötn. Verktakar, námufyrirtæki og bændur voru sérstaklega ósáttir við lögin og sögðu þau brjóta gegn eignarrétti og skaða efnahagsþróun.AP fréttaveitan segir starfandi yfirmann Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna hafa skrifað grein þar sem hann sagði markmiðið niðurfellingar laganna að binda enda á óvissu bænda, verktaka og landeiganda. Hann gagnrýndi sérstaklega í greininni að lög Obama hefðu verndað „einangraðar tjarnir og læki sem renna eingöngu í rigningu“.Umhverfisverndarsinnar segja að afnám reglanna muni leiða til þess að gæði drykkjarvatns milljóna Bandaríkjamanna muni versna og að votlendi, sem sporni gegn flóðum, sía mengunarefni úr vatni og eru vistsvæði gífurlegs fjölda fiska, fugla og annarra dýra, standi nú frammi fyrir skemmdum.Samkvæmt Washington Post eru samtök umhverfisverndarsinna þegar byrjuð að undirbúa lögsókn gegn Umhverfisstofnunarinnar.Vatnsverndarlög Bandaríkjanna voru upprunalega sett árið 1972 og hefur umfang þeirra aukist mjög síðan þá. Með breytingum ríkisstjórnar Trump er í rauninni verið að færa lögin aftur til ársins 1986. EPA ætlar þó að leggja fram nýja skilgreiningu um hvaða ár, vötn og votlendi njóta verndar alríkisstjórnar Bandaríkjanna á næstu mánuðum. Tump hefur einsett sér að fella niður mörg af lögum Obama. Stór hluti þeirra laga snýr að umhverfisvernd og hefur forsetinn þegar fellt mörg þeirra niður.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira