Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 14:57 Hergenreder í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina þegar hann lá inni á sjúkrahúsinu. Nú lýsir hann reynslunni í samtali við CNN eftir útskrift af spítalanum. SKjáskot/NBC Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. 450 tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í Bandaríkjunum undanfarin misseri og dregið að minnsta kosti fimm til dauða.Sjá einnig: Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Hergenreder var lagður inn á sjúkrahús seint í síðasta mánuði vegna sjúkdómsins. Hann kveðst hafa stundað rafreykingar, bæði með nikótíni og kannabisefnum, í um eitt og hálft ár áður en hann veiktist. Hergenreder lýsir reynslu sinni í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir hálfgerðum flensueinkennum og þá var honum einnig afar þungt um andardrátt. Eftir nokkra daga af miklum óstjórnlegum skjálftaköstum og uppköstum var hann fluttur á spítalann, þar sem læknar tjáðu honum að hann væri kominn með „lungu sjötugs manns“. „Það var óhugnanlegt að hugsa um það. Þetta litla tæki hafði þessi áhrif á lungun í mér,“ segir Hergenreder. Þá segist hann ekki viss um að hann verði nokkurn tímann alveg heill heilsu eftir veikindin. „Ég æfði glímu áður en þetta gerðist og það kann að vera að ég geti aldrei glímt aftur vegna þess að það er íþrótt sem krefst mikils af líkamanum og lungu mín höndla ef til vill ekki áreynsluna.“Donald Trump sagði í samtali við fjölmiðla í gær að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál. Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.AP/Evan VucciTöluvert hefur verið fjallað um lungnasjúkdóminn sem Hergenreder greindist með undanfarin misseri. Sjúkdómurinn hefur greinst í um 450 rafreykingamönnum í Bandaríkjunum og dregið að minnsta kosti fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Í gær tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir að ríkisstjórn hans ætli að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu vegna málsins á mánudag en þar segir að embættið fylgist með faraldri sjúkdómsins. Ekkert gefi til kynna að um smitsjúkdóm sé að ræða heldur séu lungnaveikindin rakin til „váhrifa af efnafræðilegum toga“. „Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það,“ segir í tilkynningu Landlæknisembættisins. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. 450 tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í Bandaríkjunum undanfarin misseri og dregið að minnsta kosti fimm til dauða.Sjá einnig: Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Hergenreder var lagður inn á sjúkrahús seint í síðasta mánuði vegna sjúkdómsins. Hann kveðst hafa stundað rafreykingar, bæði með nikótíni og kannabisefnum, í um eitt og hálft ár áður en hann veiktist. Hergenreder lýsir reynslu sinni í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir hálfgerðum flensueinkennum og þá var honum einnig afar þungt um andardrátt. Eftir nokkra daga af miklum óstjórnlegum skjálftaköstum og uppköstum var hann fluttur á spítalann, þar sem læknar tjáðu honum að hann væri kominn með „lungu sjötugs manns“. „Það var óhugnanlegt að hugsa um það. Þetta litla tæki hafði þessi áhrif á lungun í mér,“ segir Hergenreder. Þá segist hann ekki viss um að hann verði nokkurn tímann alveg heill heilsu eftir veikindin. „Ég æfði glímu áður en þetta gerðist og það kann að vera að ég geti aldrei glímt aftur vegna þess að það er íþrótt sem krefst mikils af líkamanum og lungu mín höndla ef til vill ekki áreynsluna.“Donald Trump sagði í samtali við fjölmiðla í gær að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál. Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.AP/Evan VucciTöluvert hefur verið fjallað um lungnasjúkdóminn sem Hergenreder greindist með undanfarin misseri. Sjúkdómurinn hefur greinst í um 450 rafreykingamönnum í Bandaríkjunum og dregið að minnsta kosti fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Í gær tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir að ríkisstjórn hans ætli að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu vegna málsins á mánudag en þar segir að embættið fylgist með faraldri sjúkdómsins. Ekkert gefi til kynna að um smitsjúkdóm sé að ræða heldur séu lungnaveikindin rakin til „váhrifa af efnafræðilegum toga“. „Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það,“ segir í tilkynningu Landlæknisembættisins.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent