Fundu vatn á reikistjörnu á lífvænlegu svæði í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 13:01 Teikning listamanns af því hvernig K2-18b gæti litið út. Reikistjarna er líklega sambærileg við Neptúnus. ESA/Hubble, M. Kornmesser Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019 Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Hubble-geimsjónaukinn kom auga á vatnsgufu í lofthjúp fjarreikistjörnu sem er á svonefndu lífbelti móðurstjörnu sinnar í fyrsta skipti. Ekki er þó talið að reikistjarnan sjálf sé sérlega líkleg til að geta hýst líf. K2-18b er reikistjarna á braut um rauða dverginn K2-18, um 110 ljósárum frá jörðinni í stjörnumerkinu Ljóninu, að því er segir í tilkynningu á vef Hubble-geimsjónaukans. Fundurinn á vatnsgufu sætir tíðindum því K2-18b er á svonefndu lífbelti stjörnunnar, því svæði í kringum hana þar sem hitastig er passlegt til að vatn geti verið til í fljótandi formi á yfirborði reikistjörnu. Þetta er í fyrsta skipti sem vatnsgufa greinist í andrúmslofti slíkrar reikistjörnu. Stjörnufræðingar við University College í London gerðu athuganirnar með Hubble-geimsjónaukanum sem leiddu þetta í ljós. „Að finna vatn á mögulega lífvænlegum hnetti öðrum en jörðinni er ótrúlega spennandi. K2-18b er ekki „jörð 2.0“ því hún er umtalsvert þyngri og efnasamsetning andrúmsloftsins er önnur. Engu að síður færir þetta okkur nær því að svara grundvallarspurningu: er jörðin einstök?“ segir Angelos Tsiaras, aðalhöfundur rannsóknar hópsins.Líkist ísrisa og líklega böðuð lífshættulegri geislun Reikistjarnan er um átta sinnum massameiri en jörðin og auk vatnsgufunnar fundust merki um vetni og helíum í lofthjúpi hennar. Hún er því talin bera meiri líkindi við ísrisa eins og Neptúnus en heimkynni okkar. „Þar sem vetnið og helíumið er léttara en gös sem líf nýta sér þá eru öll þyngri frumefni mjög neðarlega í lofthjúpnum, svo djúpt í iðrum plánetunnar að lífræn efni eiga lítinn möguleika á að myndast,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, um möguleikann á lífi á K2-18b. Það er þó ekki aðeins eðli reikistjörnunnar sjálfrar sem gerir það ólíklegt að líf gæti þrifist á henni. Móðurstjarnan er rauður dvergur, algengasta tegund sólstjörnu í alheiminum. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Rauðir dvergar eru þekktir fyrir öfluga sólblossa sem baða nálægar reikistjörnu í útfjólublárri geislun. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Engu að síður vekur fundurinn vonir um að hægt verði að finna vatn á öðrum fjarreikistjörnum þar sem aðstæður fyrir líf gætu verið vænlegri. Kepler-geimsjónaukinn heitinn hefur fundið hundruð reikistjarna sem eru á stærðarbilinu á milli jarðarinnar og Neptúnusar og TESS-sjónaukinn á að finna hundruð til viðbótar. Næsta kynslóð geimsjónauka eins og James Webb-sjónaukinn eiga í framtíðinni að greina lofthjúpa fjarreikistjarna sem þessara á enn nákvæmari hátt en nú er hægt.Merkileg uppgötvun um K2-18b en: 8,2 jarðmassar þýðir að plánetan líkist Neptúnusi, ekki Jörðinni, auk þess hún gengur um rauðan dverg og verður því líklega fyrir mikilli geislun svo það er mjög ósennilegt að hún sé mjög lífvænleg. Spennandi samt!https://t.co/mW1R5SKOqR— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 11, 2019
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00 Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30 Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Stefna á að finna nýja jörð Háskerpulitrófsgreinir sem íslenskur vísindamaður tók þátt í að smíða er þegar byrjaður að finna merki um fjarreikistjörnur sem gætu líkst jörðinni. Hundruð fjarreikistjörnufræðinga hittast á ráðstefnu í Reykjavík í vikunni. 19. ágúst 2019 09:00
Rýnt í skilyrði á nágranna Jarðar Fjarreikistjarnan Proxima Centauri b er næsti nágranni Jarðarinnar. Vísindamenn könnuðu möguleg lífvænleg skilyrði á plánetunni. 18. september 2018 08:30
Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Gasrisi í fjarlægu sólkerfi er svo heitur að þungmálmar streyma úr lofthjúpnum út í geim. 1. ágúst 2019 17:04