Vilja minnka markaðshluta Ríkisútvarps Ari Brynjólfsson skrifar 11. september 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Fréttablaðið/Anton Brink Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun vill að RÚV hverfi alfarið af eða dragi úr umsvifum sínum á auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Tæpur fjórðungur svarenda tók ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja 34,4 prósent að draga eigi úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði, 18,6 prósent telja að RÚV eigi að hverfa alfarið af auglýsingamarkaði, samanlagt gera það 59 prósent. Þá vilja 41 prósent að umsvifin eigi að vera óbreytt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á mánudaginn stefnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þær fyrirætlanir hafa ekki verið kynntar ríkisstjórninni formlega og telur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að bæta þurfi tekjurnar upp með hækkuðu útvarpsgjaldi. Yngra fólk er almennt hlynntara minni umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en þeir sem eldri eru. Kjósendur Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins vilja helst að RÚV dragi úr umsvifum sínum eða hverfi alfarið af auglýsingamarkaði. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vill hins vegar óbreytt ástand. Tölunum svipar nokkuð til niðurstaðna könnunar MMR frá árinu 2008. Þá sögðust 51,5 prósent vera hlynnt því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Athygli vekur að þá voru það síst kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vildu RÚV af auglýsingamarkaði á sama tíma og meirihluti kjósenda Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vildi það helst. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðastliðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Skoðanakannanir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira