Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 14:45 Guðni forseti ávarpaði þingmenn við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til. Alþingi Forseti Íslands Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til.
Alþingi Forseti Íslands Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira