Vanhæfi aðstoðarmanns leiði ekki til vanhæfis ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 20:00 Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira