Það hefur auðvitað mikið verið að gerast síðasta sólarhringinn og í þessum þætti er kíkt á fund Gunnars með lýsendum kvöldsins.
Svo er hann að æfa boxið með Jorge Blanco og tekur ansi góð salsa-spor. Leynir á sér, strákurinn.
Aðallega snýst þessi þáttur um niðurskurðinn. Gunnar fór bara í gufu og síðan sat hann fyrir nakinn með Kaupmannahöfn fyrir framan sig. Frábær þáttur sem má sjá hér að neðan.
Bardagi Gunnars og Burns er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan 18.00.