Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 16:09 Nafnasamkeppnin er opin löndum með tengilið við Alþjóðasamband stjarnfræðinga og þeim sem sækja um að vera með. Reikistjarnan sem Íslendingar fá úthlutað er ólík þeirri á teikningunni hér. Þar er ekkert fast yfirborð. Alþjóðasamband stjarnfræðinga Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Sólstjarna og fjarreikistjarna í um 222 ljósára fjarlægð frá jörðinni munu bera íslensk nöfn um ókomna tíð. Alþjóðsamband stjarnfræðinga gefur almenningi kost á að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum í tilefni af aldarafmæli sínu. Nöfnin verða viðurkennd í gagnabönkum sambandsins og notuð í stjarnvísindum til frambúðar. Ísland fékk úthlutað sólkerfi í stjörnumerkinu Drekanum ofan við halann í Karlsvagninum. Stjarnan hefur fram að þessu aðeins verið þekkt undir raðheitinu HD109246 og fjarreikistjarnan á braut um hana HD109246b. Kári Helgason, formaður Stjarnvísindafélags Íslands, segir að um fimmtíu tillögur hafi þegar borist þrátt fyrir að nafnasamkeppnin hafi ekkert verið kynnt til þessa. HD109246 er af sömu gerð og sólin okkar og er því svipuð að stærð, ljósafli og hitastigi. Reikistjarnan á braut um hana var uppgötvuð árið 2010. Hún er gasrisi, um fimmtungi stærri en Júpíter. Braut hennar er þétt upp við móðurstjörnuna og því hefur hún stuttan umferðartíma, aðeins 68,3 jarðneska daga. Slíkar reikistjörnur eru nefndir heitir Júpíterar.Fjarri því lífvænlegur staður Litlar líkur eru á því að geimfarandi Íslendingar framtíðarinnar stofni nýlendu á reikistjörnunni sem fær íslenskt nafn. Kári segir að HD109246 sé fjarri því lífvænleg. „Hún er vel fyrir innan lífbelti stjörnunnar og hún er gasrisi svo það er ekkert almennilegt fast yfirborð,“ segir hann. Íslendingar geta þó huggað sig við að móðurstjarnan er sjáanleg héðan. Stjarnan er ekki nógu björt til að vera sýnileg með berum augum en hún er vel greinanleg með handsjónauka ef fólk veit hvar á að leita. Sólkerfið segir Kári dæmigert fyrir þau fyrstu sem menn fundu á 10. áratug síðustu aldar. Til að byrjar með hafi aðallega fundist stórar reikistjörnur eins og þessi en síðar hafi menn fundið minni hnetti eins ísrisa á stærð við Neptúnus og bergreikistjörnur á borð við jörðina. Tillögurnar að nafni á sólkerfið þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Æskilegt er sagt að nöfn stjörnunnar og reikistjörnunnar vísi til sama uppruna eða hafi sama þema. Einnig að nöfnin hafi skírskotun í sögu, tungumál eða menningu. Reglur IAU banna að nöfnin séu pólitísk, niðrandi, vísi til hernaðar, trúarbragða eða fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.Frestur til að skila inn tillögum er til loka dags 20. október. Landsnefnd skipuð sérfræðingum rýnir svo í tillögurnar og velur fimm til tíu nöfn sem fara í úrslit. Almenn kosning verður svo opin frá 21. október til 14. nóvember. Eftir að þau úrslit liggja fyrir tilkynnir Alþjóðasambandið formlega um nöfnin á gamlársdag.Stjarna sem Íslendingar fá að nefna er merkt með gulri stjörnu á stjörnukortinu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira