Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 20:45 Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð. Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku. Nadine Guðrún Yaghi. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er sagður hafa farið inn í skólann á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar og platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði. Stúlkan komst undan og lét kennara vita. Lögregla og Barnavernd var strax kölluð til. Maðurinn flýði af vettvangi en var handtekinn nokkrum dögum síðar. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Rannsókn málsins er lokastigi að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanni hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Málið var rætt á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í dag og er litið mjög alvarlegum augum að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra. Til stendur að ræða við skólastjóra allra grunnskóla borgarinnar vegna málsins.„Aðallega að ræða hvernig er aðgangsstýring í dag, hvernig nálgumst við þá sem eru ókunnugir og eru að koma inn í skólana? Hvernig göngum við úr skugga um hver þeirra erindi séu? Það er hluti af rýninni fyrst. Hvernig gerum við þetta og svo að taka spurninga yfir á næsta stig, hvernig viljum við hafa þetta?“ segir Helgi.Á Íslandi sé opið aðgengi að skólalóðum.„Og verið tiltölulega auðvelt aðgengi fyrir foreldra, aðra aðstandendur og þá sem eru að sinna ýmissi þjónustu fyrir okkur eins og það að koma með vörur í mötuneytin og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum gert fram að þessu en það er fullt erindi til þess að setjast niður og ræða þetta. Þetta mál verður aftur tekið fyrir á næsta fundi skóla- og frístundaráðs þar sem við förum yfir hvað við erum búin að gera fram að þeim tíma,“ segir Helgi.Þá hefur aðgengi að Austurbæjarskóla verið hert vegna málsins og verða einungis tveir inngangar skólans opnir á skólatíma„Þau tóku ákvörðun um að merkja þá starfsmenn sem eru í frímínútnagæslu með vestum og þau eru svo að taka upp starfsmannakort þannig að allir starfsmenn séu auðkenndir.“Í fyrri útgáfu kom fram að brotið hefði átt sér stað á háalofti skólans. Rétt er að það var á annarri hæð.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Braut á stúlku á lofti Austurbæjarskóla Karlmaður er sagður hafa brotið gegn stúlkubarni í Austurbæjarskóla í upphafi mánaðar. 24. september 2019 06:44