Messi meiddur af velli í mikilvægum sigri Barcelona Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. september 2019 21:00 Lionel Messi vísir/getty Barcelona fékk Villarreal í heimsókn í kvöld á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lionel Messi var krýndur besti knattspyrnumaður heims í enn eitt skiptið í gær og hann sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meiðsli í kvöld. Hann lagði upp fyrsta markið fyrir Antoine Griezmann eftir sex mínútna leik og skömmu síðar tvöfaldaði Arthur forystuna fyrir heimamenn. Santi Cazorla minnti svo á sig þegar hann minnkaði muninn fyrir gestina með þrumufleyg. Staðan 2-1 í leikhléi en Messi var skipt af velli í hálfleik eftir að hafa orðið fyrir hnjaski í fyrri hálfleiknum. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lyfti Barcelona sér upp í 4.sæti deildarinnar með 10 stig með þessum sigri en Villarreal hefur 8 stig í 8.sæti deildarinnar. Spænski boltinn
Barcelona fékk Villarreal í heimsókn í kvöld á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lionel Messi var krýndur besti knattspyrnumaður heims í enn eitt skiptið í gær og hann sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meiðsli í kvöld. Hann lagði upp fyrsta markið fyrir Antoine Griezmann eftir sex mínútna leik og skömmu síðar tvöfaldaði Arthur forystuna fyrir heimamenn. Santi Cazorla minnti svo á sig þegar hann minnkaði muninn fyrir gestina með þrumufleyg. Staðan 2-1 í leikhléi en Messi var skipt af velli í hálfleik eftir að hafa orðið fyrir hnjaski í fyrri hálfleiknum. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lyfti Barcelona sér upp í 4.sæti deildarinnar með 10 stig með þessum sigri en Villarreal hefur 8 stig í 8.sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti