Að mæla velsæld þjóðar Davíð Stefánsson skrifar 23. september 2019 07:00 Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun