„Ég þakka traustið sem mér hefur verið sýnt og ég hlakka til komandi árs. Við í SUF höfum gert ráðafólki innan flokksins ljóst hver staða okkar sé í málum og höfum lært mikið af því að eiga í miklum samskiptum við þau. Framsókn er að sigla inn í nýja tíma og ungt Framsóknarfólk skipar stóran sess í grasrót flokksins. Því er mikilvægt að við höldum áfram að láta í okkur heyra. Ungt Framsóknarfólk hefur haft í nógu að snúast í vetur og hefur nýliðun verið mikil ásamt því að fundir hafa verið reglulegir með ráðherrum flokksins þar sem ungliðarnir hafa komið sínum málum á framfæri,“ segir Lilja.

Í aðalstjórn SUF voru kjörin Bergþór Smári Pálmason Sighvats, Daði Geir Samúelsson, Gunnar Ásgrímsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir, Jóhann Halldór Sigurðsson, Karítas Ríkharðsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Kristjana Louise, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Páll Marís Pálsson og Viktor Andri Kárason