Segir ákveðna starfsmenn hafa beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum um formannssæti Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2019 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar hafi beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsætið hjá Eflingu. Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í veikindafríi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að stéttarfélagið hafi brotið gegn réttindum sínum. Lára sagði í fréttum í gær að engin sáttavilji hefði komið fram hjá Eflingu að leysa málið. Þá væru þrír starfsmannanna félagsmenn í Eflingu en hafi ekki geta leitað eftir stuðningi þar. „Hvert á fólk að leita ef það getur ekki leitað til stéttarfélagsins síns? Þetta er vandi og spurning hvernig er hægt að bregðast við og aðstoða fólkið því það virðist ekki fá hjálp frá Eflingu sem ætti að aðstoða það, því miður,“ segir Lára.VR aðstoðar einn starfsmannanna í máli gegn Eflingu Einn starfsmannanna fjögurra er í VR stéttarfélagi og hefur leitað liðsinnis VR í deilunni við Eflingu. Ragnar Þór Ingólfsson segir að þegar slík mál komi upp fari þau í hefðbundið ferli innan félagsins og lögmaður fari yfir málið með viðkomandi. „Það er leitað sátta eins og gerist í flest öllum málum og sem betur fer þá ná stéttarfélögin í 95% tilvika sáttum þegar svona mál koma upp gagnvart vinnuveitendum. Ég get staðfest að lögmaður VR er með málið á sínu borði og er að vinna það fyrir okkur. Ég get ekki svarað því hvort málið endi fyrir dómstólum. Svona mál geta verið mjög viðkvæm og miklar tilfinningar í spilinu. Ég reikna að það fara að koma niðurstaða í þessu máli. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekið svona langan tíma er að svona mál geta almennt tekið langan tíma,“ segir Ragnar. Starfsmenn stéttarfélaga hafa ekki alltaf verið sáttir við endurnýjun forystunnar Ragnar segir afar sjaldgæft að starfsmaður stéttarfélags fari í mál við sitt eigið félag. „Það hefur komið til tals að Alþýðusambandið setji upp einhvers konar ferla þegar slík mál koma upp og fengnir séu utanaðkomandi lögmenn til að aðstoða viðkomandi starfsmanna“ segir Ragnar. Ragnar segir ennfremur að sú mikla endurnýjun sem hafi orðið á forystu stéttarfélaga undanfarin misseri falli ekki alltaf í kramið hjá starfsfólki. „Þetta hefur verið endurnýjun sem að starfsmenn sumra stéttarfélaga hafa ekki verið alltof sáttir við. Það var viðbúið að það yrði óánægja með nýkjörna forystu Eflingar. Og aðlögunin þeirra hefur orðið erfiðari en maður hefði ætlað,“ segir Ragnar. Aðspurður um hvort að starfsmaðurinn sem hefur nú leitað til VR vegna máls síns við Eflingu sé einn af þeim óánægðu segir Ragnar. „Ég er einfaldlega að benda á það að það kom berlega í ljós í kosningabaráttu núverandi forystu Eflingar að ákveðnir starfsmenn beittu sér í kosningabaráttunni gegn öðrum frambjóðandanum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira