RÚV fær 5000 evra sekt vegna Palestínufána Hatara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2019 16:37 Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef RÚV en sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það nemur tæpum 700 þúsund krónum og er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar. Fram kemur í yfirlýsingu RÚV að stofnunin hafi mótmælt þeim fyrirætlunum EBU um að sekta Ríkisútvarpið fyrir framkomu Hatara. Var óánægju lýst með meðferð málsins og fyrirhugaða niðurstöðu í bréfi til EBU og það sagt röng og ranglát niðurstaða að sekta Ríkisútvarpið fyrir brot á reglum þar sem stofnunin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. Þá er þeirri skoðun RÚV lýst að þær sjónvarpsstöðvar sem taki þátt í Eurovision muni aldrei geta komið alveg í veg fyrir það að listamenn á þeirra vegum geri eða segi eitthvað sem gæti hugsanlega brotið í bága við reglur keppninnar. Fyrr í mánuðinum staðfesti RÚV að stofnunin muni taka þátt í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam í Hollandi. Þá hefur afgreiðsla EBU á framkomu Hatara ekki frekari eftirmála, að því er fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45 Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17 Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef RÚV en sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það nemur tæpum 700 þúsund krónum og er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar. Fram kemur í yfirlýsingu RÚV að stofnunin hafi mótmælt þeim fyrirætlunum EBU um að sekta Ríkisútvarpið fyrir framkomu Hatara. Var óánægju lýst með meðferð málsins og fyrirhugaða niðurstöðu í bréfi til EBU og það sagt röng og ranglát niðurstaða að sekta Ríkisútvarpið fyrir brot á reglum þar sem stofnunin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. Þá er þeirri skoðun RÚV lýst að þær sjónvarpsstöðvar sem taki þátt í Eurovision muni aldrei geta komið alveg í veg fyrir það að listamenn á þeirra vegum geri eða segi eitthvað sem gæti hugsanlega brotið í bága við reglur keppninnar. Fyrr í mánuðinum staðfesti RÚV að stofnunin muni taka þátt í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam í Hollandi. Þá hefur afgreiðsla EBU á framkomu Hatara ekki frekari eftirmála, að því er fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45 Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17 Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sjá meira
RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45
Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17
Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?