Menningu breytt með handafli Drífa Snædal skrifar 20. september 2019 15:08 Hvað sem fjárlagafrumvarpi og fyrirhuguðum skattabreytingum líður þá er alveg ljóst að stóra baráttan næstu árin og áratugina verður sanngjörn dreifing okkar gæða. Miðstjórn ASÍ ályktaði á miðvikudaginn um fjárlagafrumvarpið undir fyrirsögninni „Sanngjarnt skattkerfi sem eykur jöfnuð og fjármagnar velferð“. Það var stór sigur í vor að fá stjórnvöld til að fallast á þriggja þrepa skattkerfi þar sem hugmyndarfræðin er að létta sköttum af þeim tekjulægstu en í staðinn hækkar skattprósentan eftir því sem þú hefur meira aflögu. Við hefðum reyndar kosið ofurteknaskatt líka og hækkun fjármagnstekna. Það má ekki gleyma hinni hliðinni á peningnum, sem er að fjármagna velferðina okkar, spítalana, menntakerfið og alla innviði. Einhver þarf að borga og það er sanngjarnt að þeir borgi sem eigi peninga. Það vantar því miður í frumvarpið og því er það áhyggjuefni hvernig á að fjármagna heilbrigðisþjónustuna okkar, sem nú þegar fær ekki nóg. Annars var Ísland í kastljósi vikunnar hjá þeim sem berjast gegn ofbeldi með hinni risastóru ráðstefnu um #metoo og hvernig verður haldið áfram eftir byltinguna. Í #metoo byltingunni var raunveruleiki kvenna sýndur og sagt frá en þú þarf að halda áfram og byggja samfélag þar sem konur eru frjálsar undan ofbeldi og áreitni, hvort sem er heima, í almannarýminu eða á vinnustöðum. Einn þeirra snillinga sem komu hingað til lands á ráðstefnuna er Marie Clarke, baráttukona og formaður alþýðusambandsþings Kanada. Hún sagði réttilega að verkalýðshreyfingin þyrfti að byrja á sjálfri sér auk þess að leggja ábyrgðina á herðar atvinnurekenda og stjórnvalda. Það þarf handafl til að breyta menningu og það þarf allar hendur uppá dekk. Enginn er undanskilinn og öll þurfum við að byrja næst okkur. Í mínu erindi lagði ég áherslu á samspil launa, valda og ofbeldis en ég er þess fullviss að til að vinna gegn ofbeldi þarf að vinna gegn valdaskipulagi, þar með talið launamisrétti. Svo ég geri orð leiðarahöfundarins Alissu Quart að mínum: „Kynbundið ofbeldi þrífst í valdamisvægi. Það er miklu erfiðara að áreita jafningja. Því meira bil á milli valda og efnahags, þeim mun betra tækifæri til að nýta sér valdastöðuna og þeim mun meiri er freistingin.“ Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Hvað sem fjárlagafrumvarpi og fyrirhuguðum skattabreytingum líður þá er alveg ljóst að stóra baráttan næstu árin og áratugina verður sanngjörn dreifing okkar gæða. Miðstjórn ASÍ ályktaði á miðvikudaginn um fjárlagafrumvarpið undir fyrirsögninni „Sanngjarnt skattkerfi sem eykur jöfnuð og fjármagnar velferð“. Það var stór sigur í vor að fá stjórnvöld til að fallast á þriggja þrepa skattkerfi þar sem hugmyndarfræðin er að létta sköttum af þeim tekjulægstu en í staðinn hækkar skattprósentan eftir því sem þú hefur meira aflögu. Við hefðum reyndar kosið ofurteknaskatt líka og hækkun fjármagnstekna. Það má ekki gleyma hinni hliðinni á peningnum, sem er að fjármagna velferðina okkar, spítalana, menntakerfið og alla innviði. Einhver þarf að borga og það er sanngjarnt að þeir borgi sem eigi peninga. Það vantar því miður í frumvarpið og því er það áhyggjuefni hvernig á að fjármagna heilbrigðisþjónustuna okkar, sem nú þegar fær ekki nóg. Annars var Ísland í kastljósi vikunnar hjá þeim sem berjast gegn ofbeldi með hinni risastóru ráðstefnu um #metoo og hvernig verður haldið áfram eftir byltinguna. Í #metoo byltingunni var raunveruleiki kvenna sýndur og sagt frá en þú þarf að halda áfram og byggja samfélag þar sem konur eru frjálsar undan ofbeldi og áreitni, hvort sem er heima, í almannarýminu eða á vinnustöðum. Einn þeirra snillinga sem komu hingað til lands á ráðstefnuna er Marie Clarke, baráttukona og formaður alþýðusambandsþings Kanada. Hún sagði réttilega að verkalýðshreyfingin þyrfti að byrja á sjálfri sér auk þess að leggja ábyrgðina á herðar atvinnurekenda og stjórnvalda. Það þarf handafl til að breyta menningu og það þarf allar hendur uppá dekk. Enginn er undanskilinn og öll þurfum við að byrja næst okkur. Í mínu erindi lagði ég áherslu á samspil launa, valda og ofbeldis en ég er þess fullviss að til að vinna gegn ofbeldi þarf að vinna gegn valdaskipulagi, þar með talið launamisrétti. Svo ég geri orð leiðarahöfundarins Alissu Quart að mínum: „Kynbundið ofbeldi þrífst í valdamisvægi. Það er miklu erfiðara að áreita jafningja. Því meira bil á milli valda og efnahags, þeim mun betra tækifæri til að nýta sér valdastöðuna og þeim mun meiri er freistingin.“ Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti ASÍ.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun