Tasiilaq er bær á austurströnd Grænlands og hefur umræða um tíð sjálfsvíg, kynferðisbrot og ofbeldi gegn börnum í bænum verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa (d. Byen, hvor børn forsvinder) var sýnd í danska ríkissjónvarpinu í maí síðastliðinn.
Í frétt DR segir að neyðarteymið geti lagt af stað mjög bráðlega. Í heimildarmyndinni var rætt við börn og ungmenni sem hafi í fjölda ára beðið um sálfræðihjálp hjá sveitarfélaginu eftir að hafa þurft að sæta ofbeldi, en án árangurs.
Félagsráðgjafar og sálfræðingar verða hluti af neyðarteyminu, en fénu verður einnig varið til að kortleggja vandann.
Hátt hlutfall tilkynninga
Tilkynningar um kynferðisbrot eru átta sinnum tíðari á Grænlandi samanborið við Danmörk og Færeyjar.Flestar eru tilkynningarnar meðal ungs fólks á Grænlandi í Tasiilaq, en samkvæmt tölfræði frá lögreglunni voru 27 prósent slíkra tilkynninga á Grænlandi í bænum.
Um fimm prósent íbúa landsins búa í Tasiiaq. Einnig segir að fimmta hvert dauðsfall í bænum er sjálfsvíg.