Landnám moskítóflugunnar tímaspursmál Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 11:26 Bit moskítóflugunnar getur verið hvimleitt. Vísir/getty Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi. Veðurskilyrði hér á landi ættu að geta verið þeim hagstæð og þannig sé landnám þeirra í raun tímaspursmál. Þetta kom fram í máli Gísla í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gísli benti á að hér á landi væru fáar tegundir skordýra, eða rúmar 1600, og þar af væru engar hættulegar. Þannig þekktist það ekki meðal íslenskra skordýra að þau bæru hættulega sjúkdóma á milli manna. Moskítóflugan, sem er einmitt þekkt fyrir slíkt, hefur ekki náð að setjast að á Íslandi. Gísli sagði að hingað til hafi „réttu“ tegundirnar einfaldlega ekki náð landi. „Ég fann einu sinni einn einstakling [moskítóflugu] í flugvél frá Grænlandi. Þetta var 1986. Þannig að þær hafa möguleika á að berast hingað. Ég held að þær sem eru á „arktískum“ svæðum eins og á Grænlandi, Norður-Skandinavíu, sama tegund, hún þolir ekki þær umhleypingar sem eru hérna. En þær tegundir sem eru á Norðurlöndum og Bretlandseyjum, ef þær berast hingað þá geta þær örugglega lifað hérna. Þær bara hafa ekki borist hingað enn þá.“Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Mynd/KRISTINN INGVARSSONÞað mætti því segja að það væri fyrir einskæra heppni sem moskítóflugur fyrirfinnist ekki á Íslandi. „Já, það er bara tilviljun, held ég. Núna er veðurfar hérna mjög svipað því og var í Norður-Englandi og Skotlandi þegar ég bjó þar á áttunda áratugnum. Þá var nóg af moskítóflugum þar og við erum að tala um fjörutíu tegundir í nágrannalöndunum af moskítóflugum sem geta bitið okkur.“ Gísli reiknar þannig með að landnám moskítóflugunnar sé aðeins tímaspursmál en til þess þyrfti vissulega hagstæð skilyrði. Hann vísaði til útbreiðslu lúsmýsins, sem var fyrst bundið við Kjósina en hefur nú dreift sér hratt um landið. „Til þess að það geti myndast stofn þurfa þær að geta verpt þar sem er rétt búsvæði og þær þurfa að geta þroskast. Við sjáum það á skordýrum þegar þau berast hingað fyrst þá finnst eitt og eitt eintak. Svo á tiltölulega skömmum tíma, við erum að tala um tíu ár, þá erum við að veiða á sama stað í gildrur hundruð einstaklinga. Og út frá því fara þær að berast.“ Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi. Veðurskilyrði hér á landi ættu að geta verið þeim hagstæð og þannig sé landnám þeirra í raun tímaspursmál. Þetta kom fram í máli Gísla í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gísli benti á að hér á landi væru fáar tegundir skordýra, eða rúmar 1600, og þar af væru engar hættulegar. Þannig þekktist það ekki meðal íslenskra skordýra að þau bæru hættulega sjúkdóma á milli manna. Moskítóflugan, sem er einmitt þekkt fyrir slíkt, hefur ekki náð að setjast að á Íslandi. Gísli sagði að hingað til hafi „réttu“ tegundirnar einfaldlega ekki náð landi. „Ég fann einu sinni einn einstakling [moskítóflugu] í flugvél frá Grænlandi. Þetta var 1986. Þannig að þær hafa möguleika á að berast hingað. Ég held að þær sem eru á „arktískum“ svæðum eins og á Grænlandi, Norður-Skandinavíu, sama tegund, hún þolir ekki þær umhleypingar sem eru hérna. En þær tegundir sem eru á Norðurlöndum og Bretlandseyjum, ef þær berast hingað þá geta þær örugglega lifað hérna. Þær bara hafa ekki borist hingað enn þá.“Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Mynd/KRISTINN INGVARSSONÞað mætti því segja að það væri fyrir einskæra heppni sem moskítóflugur fyrirfinnist ekki á Íslandi. „Já, það er bara tilviljun, held ég. Núna er veðurfar hérna mjög svipað því og var í Norður-Englandi og Skotlandi þegar ég bjó þar á áttunda áratugnum. Þá var nóg af moskítóflugum þar og við erum að tala um fjörutíu tegundir í nágrannalöndunum af moskítóflugum sem geta bitið okkur.“ Gísli reiknar þannig með að landnám moskítóflugunnar sé aðeins tímaspursmál en til þess þyrfti vissulega hagstæð skilyrði. Hann vísaði til útbreiðslu lúsmýsins, sem var fyrst bundið við Kjósina en hefur nú dreift sér hratt um landið. „Til þess að það geti myndast stofn þurfa þær að geta verpt þar sem er rétt búsvæði og þær þurfa að geta þroskast. Við sjáum það á skordýrum þegar þau berast hingað fyrst þá finnst eitt og eitt eintak. Svo á tiltölulega skömmum tíma, við erum að tala um tíu ár, þá erum við að veiða á sama stað í gildrur hundruð einstaklinga. Og út frá því fara þær að berast.“
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00