Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Friðrik Agni skrifar 8. október 2019 13:08 Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Samfélagsmiðlar Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. Hún virkilega snerti við mér og því sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hún sýnir Ghandi sem barðist fyrir frelsi og sjálfstæði Indlands, Rosu Parks sem barðist fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríkjunum og svo var það mynd af Instagram „áhrifavaldi“ nútímans sem er með rass. Getum við plís hætt að kalla berrassaðar, berbrjósta stelpur á Instagram áhrifavalda í fjölmiðlum? Þetta eru oft stelpur en líka karlmenn eða strákar og um leið og við erum að skilgreina þau sem áhrifavalda opinberlega þá erum við senda út skilaboð og gefa þeim ákveðið vald. Það er svo annað ef nakinn líkami er notaður sem tákn fyrir einhvern ákveðinn boðskap eða hreyfingu sbr. Free the nipple. Endilega köllum þau áhrifavalda ef þau eru virkilega að hrinda af stað boðskap sem er þess virði að íhuga. Ef þau eru raunverulega að hafa áhrif eða deila jákvæðum skilaboðum og breytingum sem skila sér vítt og breitt út í samfélagið þá já, ég skil að það séu áhrifavaldar. En ég er farinn að fá smá nóg af þessu hugtaki „áhrifavaldur“ og notkun þess hér heima og kannski almennt. Því yfirleitt ef það er frétt um einhvern áhrifavald þá er það einhver á Instagram sem allavega ég veit ekkert hver er eða hvar hún/hann er þekktur fyrir. Kannski er ég bara útskúfaður samfélagsmiðlaþegn. Oftast þegar ég skoða áhrifavaldinn nánar þá eru það partýmyndir, hálfnektarmyndir, lúxusferðalög o.fl. o.fl. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þessi manneskja er að hafa raunverulega og hvern er hún að hafa áhrif á? Er hún að stuðla að aukinni neysluhyggju (og er það gott?) eða einhverskonar hugmynd um kynlíf/kynóra? Ég hreinlega veit það ekki. Ég er ekki að gefa í skyn að fólk megi og ætti ekki að hegða sér eins og það velur sér á samfélagsmiðlum, lifa stórt og auglýsa heilbrigðan líkamann sinn. Allir eiga sinn rétt. Ég geri það meira að segja sjálfur endrum og eins. En ég er ekki áhrifavaldur held ég...þó ég vilji vissulega trúa að ég hafi að minnsta kosti jákvæð áhrif á fólkið sem er í kringum mig en hver/hvað er það sem ákveður standard áhrifavalds almennt? Er það fjöldi fylgjenda á Instagram? Fjölmiðlar hafa einstakt vald í þessu tilfelli og vil ég biðla til þeirra að íhuga notkun þessa orðs. Það er annað að vera frægur á Instagram og að vera áhrifavaldur. Þetta snýst kannski meira um merkingu og notkun orðsins. Ég þakka allavega fyrir ungu áhrifavaldana eins og t.d. Gretu Thunberg og Autumn Peltier því ég get virkilega skilið að þær séu rauvnerulegir áhrifavaldar. Það er ekki bara mitt mat heldur eru þær að hafa sýnileg áhrif. Þær eru að berjast fyrir boðskap og breytingum sem snerta allar komandi kynslóðir. Hvernig ert ÞÚ að hafa áhrif?Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun