Ótækt að læknar geti ekki samið um laun Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 06:15 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé-lags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það. „Grunnurinn í kerfinu er gallaður og hefur ekki verið lagaður við svokallaða aðlögun. Það kom fram við frumprófun, Landspítalinn hefur viðurkennt það. Kerfið ber þess augljós merki að enginn læknir hafi komið nálægt því. Sem dæmi, sérfræðilæknir með langa menntun að baki er metinn eins og hann sé með minni menntun en einhver með doktorspróf á öðru sviði,“ segir Reynir. Telur hann hættu á því að þar sem kerfið verði til frambúðar verði það notað til launaviðmiðunar í stofnanasamningum. „Það er ótækt að læknar fari inn í slíkt með skekkt virði okkar starfa og við getum ekki samið um okkar kaup, heldur sé það ákvarðað af mannauðsskrifstofu og vottunaraðila úti í bæ.“ Hafi hann talað fyrir innleiðingu annarra kerfa, sem aðrar heilbrigðisstofnanir séu að innleiða, en talað fyrir daufum eyrum. Varðandi kostnaðinn við kerfið segir Reynir það geta hlaupið á allt að hundrað milljónum króna. Miðar hann þá við vinnustundir sem fara í kerfið sjálft, við það megi svo bæta vinnutapi heilbrigðisstarfsfólks við að mæta á fundi og vinnuhópa vegna þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé-lags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það. „Grunnurinn í kerfinu er gallaður og hefur ekki verið lagaður við svokallaða aðlögun. Það kom fram við frumprófun, Landspítalinn hefur viðurkennt það. Kerfið ber þess augljós merki að enginn læknir hafi komið nálægt því. Sem dæmi, sérfræðilæknir með langa menntun að baki er metinn eins og hann sé með minni menntun en einhver með doktorspróf á öðru sviði,“ segir Reynir. Telur hann hættu á því að þar sem kerfið verði til frambúðar verði það notað til launaviðmiðunar í stofnanasamningum. „Það er ótækt að læknar fari inn í slíkt með skekkt virði okkar starfa og við getum ekki samið um okkar kaup, heldur sé það ákvarðað af mannauðsskrifstofu og vottunaraðila úti í bæ.“ Hafi hann talað fyrir innleiðingu annarra kerfa, sem aðrar heilbrigðisstofnanir séu að innleiða, en talað fyrir daufum eyrum. Varðandi kostnaðinn við kerfið segir Reynir það geta hlaupið á allt að hundrað milljónum króna. Miðar hann þá við vinnustundir sem fara í kerfið sjálft, við það megi svo bæta vinnutapi heilbrigðisstarfsfólks við að mæta á fundi og vinnuhópa vegna þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira