Yfir hundrað manns létu lífið í blóðugum mótmælum í Írak Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 07:15 Í það minnsta hundrað og fjórir hafa látið lífið í blóðugum mótmælum Írak á innan við viku. Nordicphotos/Getty Eitt hundrað og fjórir hafa látið lífið í mótmælum í Írak undanfarna daga samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins, Saad Maan. Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad, höfuðborg landsins, og fleiri borgum í suðurhluta Íraks. Maan lét hafa eftir sér í gær að 6.107 manns hefðu særst í mótmælunum og þar af eru um 1.200 lögreglumenn. Mótmælin hófust á þriðjudag og stóðu enn í gær en ekki er vitað hvort fleiri létu lífið í átökunum í gær. Undanfarna daga hefur mikill fjöldi lögreglumanna unnið að því að koma mótmælendum frá Tahrir-torgi en þar hófust mótmælin á þriðjudag. Síðan á þriðjudag hafa mótmælin færst í aukana, breiðst út til nærliggjandi borga og orðið blóðugri með hverjum deginum. Tveimur árum eftir ósigur Íslamska ríkisins í landinu er öryggisgæsla betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og mikið er um atvinnuleysi. Upphaf mótmælanna má rekja til þess að sjálfsprottnar fylkingar ungra Íraka kröfðust atvinnu og upprætingar spillingar í landinu. Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, boðaði til neyðarfundar á laugardagskvöld þar sem hann setti fram nýja sautján þrepa áætlun. Áætlunin felur meðal annars í sér auknar niðurgreiðslur húsnæðiskostnaðar fyrir fátæka, auknar atvinnuleysistryggingar og námskeið til uppbyggingar fyrir atvinnulaus ungmenni. Fjölskyldum þeirra sem látist hafa í átökunum hefur einnig verið lofað aðstoð í formi umönnunar og peningaupphæða. „Ég sver það við Guð að það sem mestu máli skiptir í þessu öllu er að lágmarka mannfall,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Mótmælendur voru enn þá á götum úti í gær en þó hafði dregið úr átökum síðan á laugardag. Að sögn ráðamanna landsins mátti þó gera ráð fyrir frekari átökum þegar líða tæki á kvöldið og nóttina. Hundruð lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu komi til frekari átaka. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Eitt hundrað og fjórir hafa látið lífið í mótmælum í Írak undanfarna daga samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins, Saad Maan. Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad, höfuðborg landsins, og fleiri borgum í suðurhluta Íraks. Maan lét hafa eftir sér í gær að 6.107 manns hefðu særst í mótmælunum og þar af eru um 1.200 lögreglumenn. Mótmælin hófust á þriðjudag og stóðu enn í gær en ekki er vitað hvort fleiri létu lífið í átökunum í gær. Undanfarna daga hefur mikill fjöldi lögreglumanna unnið að því að koma mótmælendum frá Tahrir-torgi en þar hófust mótmælin á þriðjudag. Síðan á þriðjudag hafa mótmælin færst í aukana, breiðst út til nærliggjandi borga og orðið blóðugri með hverjum deginum. Tveimur árum eftir ósigur Íslamska ríkisins í landinu er öryggisgæsla betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og mikið er um atvinnuleysi. Upphaf mótmælanna má rekja til þess að sjálfsprottnar fylkingar ungra Íraka kröfðust atvinnu og upprætingar spillingar í landinu. Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, boðaði til neyðarfundar á laugardagskvöld þar sem hann setti fram nýja sautján þrepa áætlun. Áætlunin felur meðal annars í sér auknar niðurgreiðslur húsnæðiskostnaðar fyrir fátæka, auknar atvinnuleysistryggingar og námskeið til uppbyggingar fyrir atvinnulaus ungmenni. Fjölskyldum þeirra sem látist hafa í átökunum hefur einnig verið lofað aðstoð í formi umönnunar og peningaupphæða. „Ég sver það við Guð að það sem mestu máli skiptir í þessu öllu er að lágmarka mannfall,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Mótmælendur voru enn þá á götum úti í gær en þó hafði dregið úr átökum síðan á laugardag. Að sögn ráðamanna landsins mátti þó gera ráð fyrir frekari átökum þegar líða tæki á kvöldið og nóttina. Hundruð lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu komi til frekari átaka.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira