Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2019 23:30 Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Norðmenn eru fyrsta ríki Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. 670 þúsund Norðmenn sóttu sér ökuskírteini í síma á fyrsta deginum en hér á Íslandi fylgjast stjórnvöld með. Það er hvimleitt að vera ekki með ökuskírteini á sér þegar lögregla stöðvar mann við hefðbundið eftirlit, en sekt við slíku nemur 10 þúsund krónum. Í Noregi þurfa ökumenn ekki að hafa áhyggjur af slíku því þeir geta nú sýnt lögreglu ökuskírteinið sitt í símanum. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður appi og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. Ekki er hægt að nota forritið sem ökuskírteini á ferðum erlendis og ráðlagt að hafa gamla ökuskírteinið með í för. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa slík öpp verið í notkun í einhvern tíma.Jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýslu Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. „En ráðuneytið er mjög jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna og rafrænum og stafrænum lausnum í stjórnsýslunni. Við höfum kannski frekar verið að fylgjast með núna, því sem hefur verið að gerast í Noregi.“ Reglur á Íslandi eru byggðar á Evrópureglugerð þar sem kveðið er á um ökuskírteini í plastformi. Hins vegar þróar ráðuneytið nú stafræna umsókn um ökuskírteini. „Þá þarf fólk að skila inn umsóknum á pappír og það þarf að festa við ljósmynd á ljósmyndapappír við umsóknina. Verið er að kanna hvort að einfalda megi þetta ferli og gera það stafrænt.“ Noregur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Sjá meira
Norðmenn eru fyrsta ríki Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. 670 þúsund Norðmenn sóttu sér ökuskírteini í síma á fyrsta deginum en hér á Íslandi fylgjast stjórnvöld með. Það er hvimleitt að vera ekki með ökuskírteini á sér þegar lögregla stöðvar mann við hefðbundið eftirlit, en sekt við slíku nemur 10 þúsund krónum. Í Noregi þurfa ökumenn ekki að hafa áhyggjur af slíku því þeir geta nú sýnt lögreglu ökuskírteinið sitt í símanum. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður appi og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. Ekki er hægt að nota forritið sem ökuskírteini á ferðum erlendis og ráðlagt að hafa gamla ökuskírteinið með í för. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa slík öpp verið í notkun í einhvern tíma.Jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýslu Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. „En ráðuneytið er mjög jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna og rafrænum og stafrænum lausnum í stjórnsýslunni. Við höfum kannski frekar verið að fylgjast með núna, því sem hefur verið að gerast í Noregi.“ Reglur á Íslandi eru byggðar á Evrópureglugerð þar sem kveðið er á um ökuskírteini í plastformi. Hins vegar þróar ráðuneytið nú stafræna umsókn um ökuskírteini. „Þá þarf fólk að skila inn umsóknum á pappír og það þarf að festa við ljósmynd á ljósmyndapappír við umsóknina. Verið er að kanna hvort að einfalda megi þetta ferli og gera það stafrænt.“
Noregur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Sjá meira
Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00