Væri hægt að koma í veg fyrir dauðsföll með því að heimila innflutning á móteitri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 20:30 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Hægt væri að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll af völdum ofskömmtunar með því að heimila innflutning á móteitri við ópíóðum að sögn hjúkrunarfræðings. Skjólstæðingum skaðaminnkunarverkefnisins frú Ragnheiðar hefur fjölgað umtalsvert á þeim tíu árum sem þjónustan hefur verið í boði og stefnir í metfjölda í ár. Frú Ragnheiður fagnar tíu ára afmæli í dag en verkefnið hefur það markmið að ná til heimilislausra og fólks sem notar vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. „Fyrsta vaktin okkar var sem sagt í hjólhýsi sem að Rauði krossinn átti á þeim tíma. Við vorum ekkert almennilega viss um hvar við ættum að nálgast hópinn. Á fyrstu vaktinni kom enginn til okkar í frú Ragnheiði,“ segir Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar. Margt hefur breyst síðan þá en núna koma 20 til 25 á hverri vakt. „Frá árinu 2015 þá hefur orðið fjórföldun í þeim sem leita til okkar, það er búin að vera gríðarleg aukning síðustu fjögur ár,“ segir segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra frú Ragnheiðar. Þjónusta frú Ragnheiðar var fyrst um sinn veitt í þessu hjólhýsi.Mynd/aðsendÞað þýði þó ekki endilega að fleiri séu að neyta vímuefna í æð, heldur hafi þeim fjölgað sem treysti sér til að sækja þjónustuna. „Við sjáum að það er aðeins fjölgun núna 2019. Það eru alltaf fleiri sem leita til okkar þannig að ég býst við að munum örugglega fara yfir svona 500 manns sem hafa leitað til okkar og fjöldi heimsókna, fólk er að koma oftar og það er leitað mikið til okkar út af heilbrigðisvanda,“ segir Svala. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.VÍSIR/BALDURSvala og Helga Sif vona að hægt verði að veita enn fjölbreyttari þjónustu á næstu árum. „Næstu skref sem að við þurfum að halda áfram að þróa er að fara sambærilegar leiðir eins og nágrannalöndin hafa verið að fara varðandi leiðir til þess að draga úr ofskömmtun og hreinlega bara dauðsföllum því tengdu,“ segir Helga Sif. „Þau hafa verið að dreifa Naloxon, sem er móteitur við ópíótum og ópíataofskammti, dreifa þessu efni til fólksins sem að er að nota ópíata svo þau geti bjargað vinum sínum því þau eru fyrst á vettvang.“ Ryðja þurfi ákveðnum hindrunum úr vegi til að það geti orðið að veruleika. „Til þess að það geti orðið að veruleika þá er hreinlega að ganga í það að leyfa innflutning á Naloxon,“ segir Helga Sif. „Bara í rauninni að gera lyfið aðgengilegt hér á landi og að tryggja það að við getum farið að dreifa því til þeirra sem þurfa á því að halda.“Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og faglegur bakhjarl frú Ragnheiðar.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira