Segir ekki tilefni til hræðsluáróðurs um loftslagsvá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 16:22 Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri. aðsend „Nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mannkynið og kjarnorkustríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst,“ skrifar Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, í pistli sínum á Kjarnanum sem birtist fyrr í vikunni. Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlýnun jarðar og möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda jörðinni og hve langur tími sé til stefnu til að snúa þeirri þróun við. Magnús telur að hættumeta þurfi hlýnun jarðar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs en hann segist hafa orðið var við vaxandi hræðslu hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar ógnar. „Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“Nær öll umhverfisvandamál heims afleiðing mannfjölgunar Hann segir mestu ógnina, í hans huga, vera gríðarleg fjölgun mannkyns og afleidd ofnýting stórs hluta auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 hafi verið 1500 milljónir jarðarbúa en nú sé mannfjöldinn tæpar 8000 milljónir. Nær öll umhverfisvandamál heimsins sé afleiðing óheyrilegrar mannfjölgunar og krafna um bætt lífskjör. „Loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó. Allt þetta stendur í beinu samhengi við mannfjölda jarðarinnar,“ skrifar Magnús. Þá bendir hann á að talið sé að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar séu annað hvort ofnýttar eða fullnýttar og of litlum fjármunum sé eytt til að bæta úr því.Kröfur um meiri hagvöxt og betri lífskjör hamla minnkun koltvísýrings í andrúmslofti „Meðan mannkyninu fjölgar jafn mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör eru uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti,“ bætir Magnús við. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
„Nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mannkynið og kjarnorkustríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst,“ skrifar Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, í pistli sínum á Kjarnanum sem birtist fyrr í vikunni. Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlýnun jarðar og möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda jörðinni og hve langur tími sé til stefnu til að snúa þeirri þróun við. Magnús telur að hættumeta þurfi hlýnun jarðar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs en hann segist hafa orðið var við vaxandi hræðslu hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar ógnar. „Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“Nær öll umhverfisvandamál heims afleiðing mannfjölgunar Hann segir mestu ógnina, í hans huga, vera gríðarleg fjölgun mannkyns og afleidd ofnýting stórs hluta auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 hafi verið 1500 milljónir jarðarbúa en nú sé mannfjöldinn tæpar 8000 milljónir. Nær öll umhverfisvandamál heimsins sé afleiðing óheyrilegrar mannfjölgunar og krafna um bætt lífskjör. „Loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó. Allt þetta stendur í beinu samhengi við mannfjölda jarðarinnar,“ skrifar Magnús. Þá bendir hann á að talið sé að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar séu annað hvort ofnýttar eða fullnýttar og of litlum fjármunum sé eytt til að bæta úr því.Kröfur um meiri hagvöxt og betri lífskjör hamla minnkun koltvísýrings í andrúmslofti „Meðan mannkyninu fjölgar jafn mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör eru uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti,“ bætir Magnús við. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15