Þúsundir kröfðust sjálfstæðis Skotlands í Edinborg Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 23:30 Skoskir fánar voru áberandi í göngunni í dag. Þar mátti líka sjá einstaka ESB-fána. AP Þúsundir manna komu saman á götum Edinborgar í Skotlandi fyrr í dag til að krefjast þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Nú þegar örfáar vikur eru að óbreyttu þar til að Bretland gengur úr Evrópusambandinu virðist sem að sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafi sett í næsta gír í baráttunni. Mótmælendur voru margir klæddir skotapilsi og gengu með skoska fánann. Sagði Peter Johnston, einn skipuleggjenda göngunnar í dag, að Skotland verði ávallt í aftursætinu hjá Stóra-Bretlandi. Landið myndi fyrst ná að blómstra almennilega sem sjálfstætt ríki.pic.twitter.com/CRQHIE9l0x — Derrick Farnell (@derrickfarnell) October 5, 2019Skipuleggjendur göngunnar segja að 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag, þó að lögregla hafi ekki endilega reiknað svo marga. Var gengið frá Holyrood Part og að The Meadows þar sem kröfufundur fór fram. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2014 greiddu 55 prósent Skota gegn því að lýsa yfir sjálfstæði. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skotlands, segir að fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB breyti hins vegar forsendunum, enda sé stuðningur við ESB-aðild mikill í Skotlandi. Hefur Sturgeon krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sturgeon sagðist vera með mótmælendum „í anda“ og að ekki velkjast í nokkrum vafa. Sjálfstæði væri í nánd.Good luck to everyone marching for independence in Edinburgh later. I’m not able to be there in person today, but I will be with you in spirit. Have a great day. And be in no doubt - independence is coming. #indyref — Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 5, 2019 Bretland Skotland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þúsundir manna komu saman á götum Edinborgar í Skotlandi fyrr í dag til að krefjast þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Nú þegar örfáar vikur eru að óbreyttu þar til að Bretland gengur úr Evrópusambandinu virðist sem að sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafi sett í næsta gír í baráttunni. Mótmælendur voru margir klæddir skotapilsi og gengu með skoska fánann. Sagði Peter Johnston, einn skipuleggjenda göngunnar í dag, að Skotland verði ávallt í aftursætinu hjá Stóra-Bretlandi. Landið myndi fyrst ná að blómstra almennilega sem sjálfstætt ríki.pic.twitter.com/CRQHIE9l0x — Derrick Farnell (@derrickfarnell) October 5, 2019Skipuleggjendur göngunnar segja að 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag, þó að lögregla hafi ekki endilega reiknað svo marga. Var gengið frá Holyrood Part og að The Meadows þar sem kröfufundur fór fram. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2014 greiddu 55 prósent Skota gegn því að lýsa yfir sjálfstæði. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skotlands, segir að fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB breyti hins vegar forsendunum, enda sé stuðningur við ESB-aðild mikill í Skotlandi. Hefur Sturgeon krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sturgeon sagðist vera með mótmælendum „í anda“ og að ekki velkjast í nokkrum vafa. Sjálfstæði væri í nánd.Good luck to everyone marching for independence in Edinburgh later. I’m not able to be there in person today, but I will be with you in spirit. Have a great day. And be in no doubt - independence is coming. #indyref — Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 5, 2019
Bretland Skotland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira