Enn á ný er kosið í Túnis Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2019 08:23 Kjósandi virðir fyrir sé langa framboðslista í höfuðborg Túnis í gær. Milljónir Túnisbúa kjósa til þings á sunnudag. Vísir/getty Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing. Það verða aðrar af þrennum kosningum í haust. Nýlokið er fyrri umferð forsetakosninga og fram undan er kjör í seinni umferð. Kosningaþreytu er farið að gæta í þessu eina lýðræðislega ríki Arabaheimsins. Kosningarnar hafa fallið í skugga síðari umferðar forsetakosninga sem verða haldnar viku síðar. Í þeirri lokakeppni takast á tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræðingur sem hefur viðurnefnið „vélmennið“ vegna stífrar framkomu, og Nabil Karoui, sem er auðugur fjölmiðlamaður. Þingkosningarnar eru mikilvægari en forsetakjör, þar sem dregið var úr völdum forsetans í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í kjölfar byltingarinnar. Meira en 15.000 frambjóðendur keppa um 217 þingsæti. Líkt og víðar eru kjósendur þreyttir á ríkjandi öf lum og því eru óvenjumargir óháðir frambjóðendur. Fram undan eru næg verkefni fyrir nýtt þing þessa 11 milljón manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn verulegri stöðnun í efnahagslífi. Þegar Túnisbúar komu Zein alAbidine Ben Ali forseta og einræðisherra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem átti að skila landinu frelsi, lýðræði og byggja upp innviði og efnahag. Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi og lýðræði, en betri efnahagur lætur á sér standa. Atvinnuleysi er um 15 prósent. Kjósendur eru þó ekki mjög áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu umferð forsetakosninganna í september var einungis 45%. Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing. Það verða aðrar af þrennum kosningum í haust. Nýlokið er fyrri umferð forsetakosninga og fram undan er kjör í seinni umferð. Kosningaþreytu er farið að gæta í þessu eina lýðræðislega ríki Arabaheimsins. Kosningarnar hafa fallið í skugga síðari umferðar forsetakosninga sem verða haldnar viku síðar. Í þeirri lokakeppni takast á tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræðingur sem hefur viðurnefnið „vélmennið“ vegna stífrar framkomu, og Nabil Karoui, sem er auðugur fjölmiðlamaður. Þingkosningarnar eru mikilvægari en forsetakjör, þar sem dregið var úr völdum forsetans í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í kjölfar byltingarinnar. Meira en 15.000 frambjóðendur keppa um 217 þingsæti. Líkt og víðar eru kjósendur þreyttir á ríkjandi öf lum og því eru óvenjumargir óháðir frambjóðendur. Fram undan eru næg verkefni fyrir nýtt þing þessa 11 milljón manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn verulegri stöðnun í efnahagslífi. Þegar Túnisbúar komu Zein alAbidine Ben Ali forseta og einræðisherra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem átti að skila landinu frelsi, lýðræði og byggja upp innviði og efnahag. Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi og lýðræði, en betri efnahagur lætur á sér standa. Atvinnuleysi er um 15 prósent. Kjósendur eru þó ekki mjög áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu umferð forsetakosninganna í september var einungis 45%.
Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira