Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2019 07:45 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Í yfirlýsingu SGS er lýst yfir miklum vonbrigðum. Vísir/vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágústmánuði að höfða mál fyrir Félagsdómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félagsdómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunarkröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrituðum kjarasamningi. „Þessi samningur um lífeyrismálin er gerður sérstaklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samningur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái vikufrest til að skila Hæstarétti kærumálsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að málflutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffuskjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágústmánuði að höfða mál fyrir Félagsdómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félagsdómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunarkröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrituðum kjarasamningi. „Þessi samningur um lífeyrismálin er gerður sérstaklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samningur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái vikufrest til að skila Hæstarétti kærumálsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að málflutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffuskjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira