Við þurfum að breyta viðhorfum okkar til neyslu Drífa Snædal skrifar 4. október 2019 15:07 Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur. Verkalýðshreyfingin í heiminum verður að leika þar lykilhlutverk. Þær stóru ákvarðanir sem teknar verða mega ekki verða til þess að auka misskiptingu á milli fólks, landsvæða og heimshluta heldur þvert á móti að búa til betri störf og aukin lífsgæði fyrir fjöldann. Sanngjörn umskipti eru hér lykilorð. Vandinn sem við erum í, að þurfa tæpar tvær jarðir til að standa undir núverandi neyslu, setur kastljósið á misskiptingu gæðanna, græðgisvæðingu og kerfi sem elur af sér að mikill vill sífellt meira. Sem betur fer erum við ekki lengur í skotgröfum þeirra sem vilja vernda umhverfið og þeirra sem vilja stóriðju; flestir gera sér grein fyrir að umhverfissjónarmið verða að ráða í ákvörðunum næstu ára og áratuga, í atvinnuuppbyggingu sem öðru. Annað gæti orðið okkur afar dýrkeypt, svo ekki sé talað um þá alþjóðasáttmála sem við höfum undirritað og undirgengist. Málþingið í gær var upphafið að opinni umræðu ASÍ um umhverfismál og er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin er í. Bæði hér á lanfi og á alþjóðavettvangi. Heimurinn er að breytast og við erum tilbúin til að verja hagsmuni launafólks á þeirri vegferð. Góða helgi, DrífaHöfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Tengdar fréttir Bein útsending: Engin störf á dauðri jörð ASÍ stendur fyrir umhverfisþingi í dag þar sem fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við. 3. október 2019 08:00 Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur. Verkalýðshreyfingin í heiminum verður að leika þar lykilhlutverk. Þær stóru ákvarðanir sem teknar verða mega ekki verða til þess að auka misskiptingu á milli fólks, landsvæða og heimshluta heldur þvert á móti að búa til betri störf og aukin lífsgæði fyrir fjöldann. Sanngjörn umskipti eru hér lykilorð. Vandinn sem við erum í, að þurfa tæpar tvær jarðir til að standa undir núverandi neyslu, setur kastljósið á misskiptingu gæðanna, græðgisvæðingu og kerfi sem elur af sér að mikill vill sífellt meira. Sem betur fer erum við ekki lengur í skotgröfum þeirra sem vilja vernda umhverfið og þeirra sem vilja stóriðju; flestir gera sér grein fyrir að umhverfissjónarmið verða að ráða í ákvörðunum næstu ára og áratuga, í atvinnuuppbyggingu sem öðru. Annað gæti orðið okkur afar dýrkeypt, svo ekki sé talað um þá alþjóðasáttmála sem við höfum undirritað og undirgengist. Málþingið í gær var upphafið að opinni umræðu ASÍ um umhverfismál og er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin er í. Bæði hér á lanfi og á alþjóðavettvangi. Heimurinn er að breytast og við erum tilbúin til að verja hagsmuni launafólks á þeirri vegferð. Góða helgi, DrífaHöfundur er forseti ASÍ.
Bein útsending: Engin störf á dauðri jörð ASÍ stendur fyrir umhverfisþingi í dag þar sem fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við. 3. október 2019 08:00
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun