Eiginkona árásarmannsins segir hann hafa heyrt raddir Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2019 11:10 Lögregluþjónar standa vörð við höfuðstöðvar lögreglunnar í París. AP/Michel Euler Eiginkona manns sem myrti fjóra samstarfsmenn sína í höfuðstöðvum lögreglunnar í París í gær, segir hann hafa átt við geðræn vandamál að stríða kvöldið fyrir árásina. Hún hafi átt erfitt með að skilja hann og hann hafi heyrt raddir. Árásarmaðurinn, Mickaël Harpon, var skotinn til bana af lögregluþjóni. Hann var 45 ára gamall og hafði starfað hjá lögreglunni í sextán ár. Eiginkona Harpon er í haldi lögreglu en hefur ekki verið ákærð. Unnið er að því að rannsaka hvert tilefni árásarinnar var. Hún segir hann hafa deilt við yfirmenn sína og samkvæmt BBC, sem vitnar í franska fjölmiðla, hafa starfsmenn verkalýðsfélags lögregluþjóna sömuleiðis gefið í skyn að Harpon hafi staðið í deilum við yfirmenn sína. Um klukkan eitt í gær, að staðartíma, er Harpon sagður hafa gengið inn í höfuðstöðvar lögreglunnar í París. Hann mun hafa gengið beint inn á skrifstofu sína og ráðist á samstarfsmenn sína með eldhúshníf. Hann stakk þrjá aðila í tveimur skrifstofum og tvær konur fram á stigapalli áður en hann var skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír menn og ein kona dóu. Ein kona til viðbótar særðist alvarlega. Enn sem komið er er ekki talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Harpon tók upp íslamstrú fyrir einu og hálfu ári síðan og var víst hættur að tala við konur á skrifstofunni. Búið er að leita á heimili Harpon og fundust engar vísbendingar um að hann hefði orðið fyrir einhverjum áhrifum öfgasamtaka. Verið er að skoða tölvur hans og síma. Frakkland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Eiginkona manns sem myrti fjóra samstarfsmenn sína í höfuðstöðvum lögreglunnar í París í gær, segir hann hafa átt við geðræn vandamál að stríða kvöldið fyrir árásina. Hún hafi átt erfitt með að skilja hann og hann hafi heyrt raddir. Árásarmaðurinn, Mickaël Harpon, var skotinn til bana af lögregluþjóni. Hann var 45 ára gamall og hafði starfað hjá lögreglunni í sextán ár. Eiginkona Harpon er í haldi lögreglu en hefur ekki verið ákærð. Unnið er að því að rannsaka hvert tilefni árásarinnar var. Hún segir hann hafa deilt við yfirmenn sína og samkvæmt BBC, sem vitnar í franska fjölmiðla, hafa starfsmenn verkalýðsfélags lögregluþjóna sömuleiðis gefið í skyn að Harpon hafi staðið í deilum við yfirmenn sína. Um klukkan eitt í gær, að staðartíma, er Harpon sagður hafa gengið inn í höfuðstöðvar lögreglunnar í París. Hann mun hafa gengið beint inn á skrifstofu sína og ráðist á samstarfsmenn sína með eldhúshníf. Hann stakk þrjá aðila í tveimur skrifstofum og tvær konur fram á stigapalli áður en hann var skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír menn og ein kona dóu. Ein kona til viðbótar særðist alvarlega. Enn sem komið er er ekki talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Harpon tók upp íslamstrú fyrir einu og hálfu ári síðan og var víst hættur að tala við konur á skrifstofunni. Búið er að leita á heimili Harpon og fundust engar vísbendingar um að hann hefði orðið fyrir einhverjum áhrifum öfgasamtaka. Verið er að skoða tölvur hans og síma.
Frakkland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira