

Skólinn okkar í Staðahverfi
Enn og aftur standa sparnaðarspjótin upp á skólann okkar Korpu. Enn og aftur þjöppum við íbúar í Staðahverfis okkur saman og berjumst fyrir skólamálum í hverfinu okkar. Við erum komin í ágætis æfingu í þessu, sem hlýtur nú að teljast sérstakt. Krafa okkar er einföld. Við viljum einfaldlega að boðið sé upp á þá þá lögbundnu grunnþjónustu í hverfinu okkar, sem grunnskólinn er.
Ég telst til frumbyggja í hverfinu, fluttist hingað árið 2000 og á þrjá drengi, fædda 1999, 2003 og 2007. Þegar elsti sonurinn gekk í Korpuskóla var þveröfugt vandamál í gangi, alltof mörg börn, húsnæðið of lítið og gripið var til þess ráðs að hafa færanlegar kennslustofur skólastofur á skólalóðinni, enda vel yfir 200 börn og kennt í 1-10.bekk. Eftir að mygla kom upp í skúrunum var ákveðið að færa unglingastigið „tímabundið“ yfir í Vík, en unglingastigið hefur síðan ekki flust aftur yfir í Korpu.
Eins og í öðrum nýjum hverfum koma toppar og lægðir í barneignum þar til hverfi komast í jafnvægi. Ennþá þekkir maður flestalla sem frumbyggja í hverfinu. Börnin eru að eldast og fólk fer að hugsa sér til hreyfings, selja stóru húsin og flytjast í minni íbúðir. Því er mikil skammsýni að leggja niður skólann þegar hann er í lægðinni. Nýjar fjölskyldur með börn munu flytja í hverfið okkar eins og annars staðar. Hver á líka að kaupa stóru húsin okkar ef ekki barnafjölskyldur? Ef skólinn er farinn úr hverfinu er hætt við að við náum ekki að selja húsin okkar og færa okkur í minna og hentugra húsnæði.
Við íbúar erum orðin ágætis félagar og vinir. Þegar vegið er að samfélagi okkar og barnanna okkar þá þjöppum við okkur saman, boðum til funda, förum í bardagaklæðin, við gefumst ekki upp. Við erum orðin mjög langþreytt, ég viðurkenni það, en við munum berjast eins og þarf fyrir hjartanu í hverfinu okkar, skóla fyrir börnin okkar. Því þannig viljum við hafa hverfið okkar, líf og fjör, börn að leik, ekki taka þetta af okkur. Þið munið heyra í okkur áfram. Við munum mótmæla, aftur og aftur, eða eins og þarf, þar til þið hættið að skipta ykkur af skólanum í hverfinu okkar.
Ég bið ykkur að taka góða ákvörðun og leyfa okkur að hafa skólann okkar áfram. Við erum tilbúin til að vinna með ykkur að góðum lausnum fyrir hverfið.
Með vinsemd og virðingu,
Olga B. Gísladóttir
Íbúi í Staðahverfi, Grafarvogi
Skoðun

Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi
Ingvar Stefánsson skrifar

Raddir fanga
Helgi Gunnlaugsson skrifar

Kann Jón Steindór ekki að reikna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar