Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 23:43 Ísstrókar sjást rísa upp frá yfirborði Enkeladusar á þessari mynd Cassini frá því í september árið 2007. NASA/JPL/Space Science Institute Ný lífræn efnasambönd fundust í ískornum úr iðrum Enkeladusar, ístungls Satúrnusar, við frekari rannsóknar á athugunum Cassini-geimfarsins. Á jörðinni eru efnasambönd af þessu tagi hluti af efnahvörfum sem mynda amínósýrur, eina af frumeiningum lífs eins og við þekkjum það. Enkeladus hefur lengi vakið athygli reikistjörnufræðinga en talið er að undir ísilögðu yfirborði tunglsins sé að finna víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Þá er talið líklegt að jarðhitastrýtur, líkt og finnast á hafsbotni á jörðinni, sé að finna á Enkeladusi sem hefur vakið vonir um að líf gæti mögulega þrifist þar. Vatnsgufa og ískorn gýs upp um sprungur í ísskorpunni sem Cassini-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sá í þrettán ára leiðangri sínum á braut um Satúrnus. Rannsóknin nú byggist á athugunum Cassini á strókum af þessu tagi. Lífrænu efnasambönd úr nitri og súrefni fundust í ískornum sem komu upp í gegnum slíka jarðvirkni á Enkeladusi. Þau eru talin hafa komið úr kjarna tunglsins, leyst upp í vatninu í neðanjarðarhafinu, gufað upp úr hafinu og svo þést og frosið inni í sprungum í ísskorpunni. Kornin hafi svo barist út í geim þegar vatnsgufa gaus upp um sprunguna.Skýringarmynd NASA af innra byrði Enkeladusar og hvernig vatn úr neðanjarðarhafi gýs upp um sprungur í ísskorpnu yfirborðinu.NASA/JPL-CaltechÍ tilkynningu frá NASA kemur fram að efnasambönd af þessu tagi verði til við efnahvörf sem jarðhitastrýtur á hafsbotni knýja á jörðinni. Þau séu undanfarin amínósýra. Talið er að sambærileg strýtur sé að finna á hafsbotninum á Enkeladusi. Áður höfðu vísindamenn leitt líkum að því að flóknar og óuppleystar lífrænar sameindir gætu flotið á yfirborði neðanjarðarhafs Enkeladusar. „Þessi rannsókn sýnir að höf Enkeladusar hafa ofgnótt af hvarfgjörnum frumeiningum og það er annað grænt ljós í rannsókninni á lífvænleika Enkeladusar,“ segir Frank Postberg, annar vísindamannanna sem fór fyrir rannsókninni. Cassini-leiðangrinum lauk í september árið 2017 þegar geimfarinu var steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Vísindamenn eru þó taldir verða áratugi að vinna úr öllum þeim gögnum sem farið sendi til baka á þeim þrettán árum sem það var á braut um gasrisann. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ný lífræn efnasambönd fundust í ískornum úr iðrum Enkeladusar, ístungls Satúrnusar, við frekari rannsóknar á athugunum Cassini-geimfarsins. Á jörðinni eru efnasambönd af þessu tagi hluti af efnahvörfum sem mynda amínósýrur, eina af frumeiningum lífs eins og við þekkjum það. Enkeladus hefur lengi vakið athygli reikistjörnufræðinga en talið er að undir ísilögðu yfirborði tunglsins sé að finna víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Þá er talið líklegt að jarðhitastrýtur, líkt og finnast á hafsbotni á jörðinni, sé að finna á Enkeladusi sem hefur vakið vonir um að líf gæti mögulega þrifist þar. Vatnsgufa og ískorn gýs upp um sprungur í ísskorpunni sem Cassini-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sá í þrettán ára leiðangri sínum á braut um Satúrnus. Rannsóknin nú byggist á athugunum Cassini á strókum af þessu tagi. Lífrænu efnasambönd úr nitri og súrefni fundust í ískornum sem komu upp í gegnum slíka jarðvirkni á Enkeladusi. Þau eru talin hafa komið úr kjarna tunglsins, leyst upp í vatninu í neðanjarðarhafinu, gufað upp úr hafinu og svo þést og frosið inni í sprungum í ísskorpunni. Kornin hafi svo barist út í geim þegar vatnsgufa gaus upp um sprunguna.Skýringarmynd NASA af innra byrði Enkeladusar og hvernig vatn úr neðanjarðarhafi gýs upp um sprungur í ísskorpnu yfirborðinu.NASA/JPL-CaltechÍ tilkynningu frá NASA kemur fram að efnasambönd af þessu tagi verði til við efnahvörf sem jarðhitastrýtur á hafsbotni knýja á jörðinni. Þau séu undanfarin amínósýra. Talið er að sambærileg strýtur sé að finna á hafsbotninum á Enkeladusi. Áður höfðu vísindamenn leitt líkum að því að flóknar og óuppleystar lífrænar sameindir gætu flotið á yfirborði neðanjarðarhafs Enkeladusar. „Þessi rannsókn sýnir að höf Enkeladusar hafa ofgnótt af hvarfgjörnum frumeiningum og það er annað grænt ljós í rannsókninni á lífvænleika Enkeladusar,“ segir Frank Postberg, annar vísindamannanna sem fór fyrir rannsókninni. Cassini-leiðangrinum lauk í september árið 2017 þegar geimfarinu var steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Vísindamenn eru þó taldir verða áratugi að vinna úr öllum þeim gögnum sem farið sendi til baka á þeim þrettán árum sem það var á braut um gasrisann.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45