Vill sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2019 17:41 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/anton brink „Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira
„Ég lagði hérna fram tillögu til fyrirspurnar fyrir þá sem voru hér í panel hvort í þessum sameiningarhugmyndum ætti að horfa fyrst til höfuðborgarsvæðisins, þar sem að sex sveitarfélög eru hér á afar takmörkuðu landsvæði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessari hugmynd því það er náttúrulega galið að við skulum vera að reka sex sveitarfélög á þessu litla landsvæði og bera af því sexfaldan kostnað fyrir útsvarsgreiðendur. Þá er ég nú líka fyrst og fremst að hugsa um þann gríðarlega sparnað sem myndi nást með því, þó að við myndum ekki sameina nema helminginn.“ Vigdís segir að það væri hægt að fækka þessu niður í tvö eða þrjú öflug sveitarfélög. „Úr sex bæjarstjórum þá væri farið niður í tvo eða þrjá og svo framvegis, sex formenn bæjarráða, sex formenn skipulags- og samgöngusviða og svo framvegis. Svo við tölum nú ekki um fækkun bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa. Ég er á því að það sé algjörlega galið að við borgarfulltrúar séum 23, þeim var fjölgað á síðasta kjörtímabili úr 15 í 23.“ Hún segir að kjörnir fulltrúar séu einfaldlega allt of margir og það sé of mikið að reka sex stofnanir af því sama á svona litlu svæði. Vigdís hefur mikla trú á þessari hugmynd.„Mér finnst þetta besta sparnaðartillagan sem hefur komið fram lengi og ég kem til með að tala fyrir henni áfram.“Sóun á ríkisfé Vigdís ætlar að koma þeim skilningi inn á höfuðborgarsvæðinu öllu, að ef að fólk er á móti sameiningum hér á það að hafa smá skilning á sjónarmiðum þeirra sem búa úti á landi. „Að þeir séu jafnframt á móti sameiningu hjá sér.“ Hún segir að tillagan um sameiningar minni sveitarfélaga virðist vera „við og þið“ tillaga, þar sem þvingaðar sameiningar eigi aðeins að gerast á landsbyggðinni.Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag, væri hægt að ná fram hagræðingu sem nemur allt að fimm milljörðum á ári með því að miða lágmarksíbúafjölda sveitarfélags við þúsund íbúa. Mestu munar um hagræðingu vegna kostnaðar í yfirstjórn segir höfundur nýrrar skýrslu. Þessi hagræðing gæti nýst vel til að bæta þjónustu við íbúa og greiða niður skuldir sveitarfélaga. Vigdís segir að á ráðstefnunni í dag hafi líka verið að fara yfir fjármál sveitafélaganna. „Sum eru verr stödd en önnur og er mjög ósátt við að þessum sameiningartillögum sem er verið að leggja hér til fylgi gjafapakki frá ríkinu upp á fimmtán milljarða, sem að sveitarfélögin fá við það eitt að sameinast.“ Vigdís segir að þetta sé rosaleg sóun á fé frá ríkinu.Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira