Lögregla gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið þegar leitað var eftir því. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er talið að sprengjan hafi verið í jörðu og komið upp á yfirborðið í jarðvegslyftingum. Vel gekk að eyða sprengjunni.
Pattersonsvæðið er gamalt æfingasvæði Bandaríkjahers. Fjöldi sprengja hefur fundist á svæðinu undanfarin ár, einkum við hreinsunarstarf Landhelgisgæslunnar. Gæslan leggur áherslu á að fólk gæti varúðar á svæðinu. Leiki grunur á að um sprengju sé að ræða er mikilvægt að láta lögreglu vita.
