Þinghóparnir gætu tvístrast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. október 2019 07:30 „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings.“ Phillip Hammond, fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins. EPA/ANDY RAIN Boris Johnson sagðist sannfærður um að koma útgöngusamningnum í gegnum þingið í dag. Út á við hélt hann sig við sömu tugguna um að Bretar væru orðnir þreyttir á Brexit og tími væri kominn til að ljúka málinu. „Það er ekki til betri útkoma en sú sem ég mun leggja fram á morgun,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Á bak við tjöldin geisar gríðarleg barátta um að ná atkvæðafjöldanum upp í það sem þarf. 320 er töfratalan. Þeir hópar sem barist er um eru harðlínumenn í Íhaldsflokknum, 28 talsins, útgöngusinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins, 19 talsins, og óháðir þingmenn, 36 talsins, en þar eru meðal annars þingmenn sem Johnson sjálfur rak nýlega úr Íhaldsflokknum. „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings. En ég hef ekki enn þá ákveðið hvað ég ætla að kjósa,“ sagði Phillip Hammond, einn af þeim sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum. Fleiri þingmenn sögðust liggja yfir samningnum í gær og áttu eftir að gera upp hug sinn. Harðlínumenn Íhaldsflokksins ætla að funda fyrir atkvæðagreiðsluna og sjá hvernig landið liggur. Á meðan hefur stjórnarandstaðan komið í gegn löggjöf sem tryggir enn fremur að Johnson þurfi að sækja um enn frekari frest, verði samningurinn ekki að veruleika. Evrópuleiðtogarnir hafa verið mjög ósamstíga um frestinn en stjórnmálaskýrendur eru á því að ef samningur Johnson yrði felldur og Bretar myndu sækja um frekari frest yrði hann veittur. „Ég tel að við (Evrópusambandið) munum veita frekari frest. Mér finnst kominn tími á að ljúka þessum samningaumleitunum,“ sagði Emmanule Macron Frakklandsforseti í gær. Hins vegar heyrðist frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara í samtölum við Evrópuleiðtoga að ESB gæti ekki ýtt Bretlandi út úr sambandinu ef það kæmi ósk um frestun. Jafnframt væri æskilegt fyrir Evrópusambandið að reyna að hafa sem minnst áhrif á stjórnmálin í Bretlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Boris Johnson sagðist sannfærður um að koma útgöngusamningnum í gegnum þingið í dag. Út á við hélt hann sig við sömu tugguna um að Bretar væru orðnir þreyttir á Brexit og tími væri kominn til að ljúka málinu. „Það er ekki til betri útkoma en sú sem ég mun leggja fram á morgun,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Á bak við tjöldin geisar gríðarleg barátta um að ná atkvæðafjöldanum upp í það sem þarf. 320 er töfratalan. Þeir hópar sem barist er um eru harðlínumenn í Íhaldsflokknum, 28 talsins, útgöngusinnaðir þingmenn Verkamannaflokksins, 19 talsins, og óháðir þingmenn, 36 talsins, en þar eru meðal annars þingmenn sem Johnson sjálfur rak nýlega úr Íhaldsflokknum. „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings. En ég hef ekki enn þá ákveðið hvað ég ætla að kjósa,“ sagði Phillip Hammond, einn af þeim sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum. Fleiri þingmenn sögðust liggja yfir samningnum í gær og áttu eftir að gera upp hug sinn. Harðlínumenn Íhaldsflokksins ætla að funda fyrir atkvæðagreiðsluna og sjá hvernig landið liggur. Á meðan hefur stjórnarandstaðan komið í gegn löggjöf sem tryggir enn fremur að Johnson þurfi að sækja um enn frekari frest, verði samningurinn ekki að veruleika. Evrópuleiðtogarnir hafa verið mjög ósamstíga um frestinn en stjórnmálaskýrendur eru á því að ef samningur Johnson yrði felldur og Bretar myndu sækja um frekari frest yrði hann veittur. „Ég tel að við (Evrópusambandið) munum veita frekari frest. Mér finnst kominn tími á að ljúka þessum samningaumleitunum,“ sagði Emmanule Macron Frakklandsforseti í gær. Hins vegar heyrðist frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara í samtölum við Evrópuleiðtoga að ESB gæti ekki ýtt Bretlandi út úr sambandinu ef það kæmi ósk um frestun. Jafnframt væri æskilegt fyrir Evrópusambandið að reyna að hafa sem minnst áhrif á stjórnmálin í Bretlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira