Vonar að Huffman geti gefið sér ráð eftir fangelsisvistina Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 23:36 Lori Laughlin hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Vísir/Getty Leikkonan Lori Laughlin er á meðal þeirra sem var ákærð fyrir þátttöku sína í umsvifamikilli háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum. Á annan tug efnaðra foreldra voru ákærðir í málinu grunaðir um að hafa greitt háar fjárhæðir til þess að koma börnum sínum í eftirsótta háskóla. Laughlin neitaði sök í málinu og samþykkti ekki samning saksóknara. Réttarhöld yfir henni hefjast á næsta ári en hún og eiginmaður hennar, Mossimo Gianulli, eru sögð hafa borgað yfir 500 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 62 milljón íslenskra króna, til þess að koma dóttur sínum tveimur inn í svokallaða „elítuskóla“ og voru þær skráðar sem afreksíþróttamenn á umsókn þeirra til þess að auka líkurnar á inntöku.Sjá einnig: Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í málinu. Er Laughlin sögð hafa reynt að eiga í samskiptum við Huffman til þess að leita ráða og vonar að hún geti sagt sér frá reynslu sinni eftir afplánun, fari svo að hún sjálf þurfi að sæta fangelsisvist. „Henni líður eins og örlög þeirra séu samtvinnuð núna,“ segir heimildarmaður People. Hún vilji vita hvernig fangelsisvistin sé í raun og veru svo hún geti haft einhverja hugmynd um hvað bíði hennar ef allt fer á versta veg. Að sögn heimildarmannsins vonar Laughlin að fangelsisvistin verði Huffman ekki erfið því það gefi henni von um að það sama eigi við um sig. Ef Huffman geti komist í gegnum slíkt, geti hún það líka. „Það er henni enn mjög mikilvægt að vera sýknuð af öllum ákærum gegn sér. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og vonar að það komi ekki til þess. En ef hún endar á því að þurfa að afplána dóm í fangelsi, þá vill hún vita hvað hún er að fara út í.“ Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10 Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Leikkonan Lori Laughlin er á meðal þeirra sem var ákærð fyrir þátttöku sína í umsvifamikilli háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum. Á annan tug efnaðra foreldra voru ákærðir í málinu grunaðir um að hafa greitt háar fjárhæðir til þess að koma börnum sínum í eftirsótta háskóla. Laughlin neitaði sök í málinu og samþykkti ekki samning saksóknara. Réttarhöld yfir henni hefjast á næsta ári en hún og eiginmaður hennar, Mossimo Gianulli, eru sögð hafa borgað yfir 500 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 62 milljón íslenskra króna, til þess að koma dóttur sínum tveimur inn í svokallaða „elítuskóla“ og voru þær skráðar sem afreksíþróttamenn á umsókn þeirra til þess að auka líkurnar á inntöku.Sjá einnig: Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í málinu. Er Laughlin sögð hafa reynt að eiga í samskiptum við Huffman til þess að leita ráða og vonar að hún geti sagt sér frá reynslu sinni eftir afplánun, fari svo að hún sjálf þurfi að sæta fangelsisvist. „Henni líður eins og örlög þeirra séu samtvinnuð núna,“ segir heimildarmaður People. Hún vilji vita hvernig fangelsisvistin sé í raun og veru svo hún geti haft einhverja hugmynd um hvað bíði hennar ef allt fer á versta veg. Að sögn heimildarmannsins vonar Laughlin að fangelsisvistin verði Huffman ekki erfið því það gefi henni von um að það sama eigi við um sig. Ef Huffman geti komist í gegnum slíkt, geti hún það líka. „Það er henni enn mjög mikilvægt að vera sýknuð af öllum ákærum gegn sér. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og vonar að það komi ekki til þess. En ef hún endar á því að þurfa að afplána dóm í fangelsi, þá vill hún vita hvað hún er að fara út í.“
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10 Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50
Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36