Viðræður á frumsamningsferli í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja Diljá Helgadóttir skrifar 17. október 2019 16:45 Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Helgadóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun