Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. október 2019 19:30 Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air hófust á dögunum. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. Afgreiðsla krafnanna er háð því hvenær umsögn skiptastjóra berst Ábyrgðasjóðnum. Hver krafa er einstaklingsbundinn réttur og þarf því að reikna og meta hverja kröfu fyrir sig. „Við erum búin að fá frá BHM og afgreiða þær en þær voru bara sautján og næsti bunki eru flugstjórarnir og flugmennirnir og það er í kring um tvö hundruð,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þegar hafi einhverjir úr þeim hópi fengið greitt. Hámarksgreiðslur úr ábyrgðasjóðnum eru 633 þúsund krónur á mánuði. Unnur segir að staða sjóðsins sé góð eftir góðæri síðustu ára en vegna þessara greiðslna breytist staðan hratt. Gert sé ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. „Það er mun meira en við gerðum ráð fyrir. Í fyrra voru greiddar um 850 milljónir úr sjóðnum þannig þetta er allt önnur fjárhæð en spár okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Unnur. Allir sem eigi rétt á greiðslum, fái greitt. „Þetta er náttúrulega ríkisstyrkt af tryggingagjaldi og ríkissjóði.“ Þá segir Unnur misjafnt eftir stéttarfélögum hvenær starfsmenn fái greitt. Hægt sé að fylgjast með á heimasíðu stofnunarinnar. „Ég býst ekki við að öllum málum verði lokð fyrr en síðs sumar á næsta ári,“ segir Unnur. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air hófust á dögunum. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. Afgreiðsla krafnanna er háð því hvenær umsögn skiptastjóra berst Ábyrgðasjóðnum. Hver krafa er einstaklingsbundinn réttur og þarf því að reikna og meta hverja kröfu fyrir sig. „Við erum búin að fá frá BHM og afgreiða þær en þær voru bara sautján og næsti bunki eru flugstjórarnir og flugmennirnir og það er í kring um tvö hundruð,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þegar hafi einhverjir úr þeim hópi fengið greitt. Hámarksgreiðslur úr ábyrgðasjóðnum eru 633 þúsund krónur á mánuði. Unnur segir að staða sjóðsins sé góð eftir góðæri síðustu ára en vegna þessara greiðslna breytist staðan hratt. Gert sé ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. „Það er mun meira en við gerðum ráð fyrir. Í fyrra voru greiddar um 850 milljónir úr sjóðnum þannig þetta er allt önnur fjárhæð en spár okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Unnur. Allir sem eigi rétt á greiðslum, fái greitt. „Þetta er náttúrulega ríkisstyrkt af tryggingagjaldi og ríkissjóði.“ Þá segir Unnur misjafnt eftir stéttarfélögum hvenær starfsmenn fái greitt. Hægt sé að fylgjast með á heimasíðu stofnunarinnar. „Ég býst ekki við að öllum málum verði lokð fyrr en síðs sumar á næsta ári,“ segir Unnur.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. 3. ágúst 2019 21:00