Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 13:30 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að annir í þinginu hafi ekki verið þess eðlis að hann teldi tilefni til að kalla inn varamann. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er varamaður Ólafs. Vísir/samsett Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent