Átta hófu keppni en aðeins tveir keppendur standa eftir. Það eru þau Sigríður Clausen, kvikmyndarýnir, og Hannes Óli Ágústsson, leikari.
Sigríður hafði betur gegn bransamönnunum Sveppa og Hrafnkeli Stefánssyni á leið sinni í úrslitin. Hannes Óli sigraði aftur á móti kvikmyndarýnina Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og Tómas Valgeirsson. Einnig tóku Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þórarinn Þórarinsson þátt, en höfðu ekki erindi sem erfiði og duttu út í fyrstu umferð.
Hannes og Sigríður etja því kappi um titilinn kvikmyndaspekúlant Stjörnubíós, sem og verðlaun frá Sambíóunum. Hægt er að hlusta á hvort þeirra hafði betur með því að spila hljóðbrotið hér að neðan, en þar svara þau spurningum á borð við hvert sé nafn tengdamóður Woody Allen og hvaða heimsfræga leikkona bað leigumorðingja um að myrða sig.
Stjörnubíó er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00.