Ég skil þig ekki! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 15. október 2019 11:30 „Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun