Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2019 06:00 Frá laxeldi í Patreksfirði. Vísir/Einar Sleppifiskur úr laxeldi, laxalús og sýkingar sem tengjast laxeldi eru stærstu ógnir af mannavöldum við norskan villtan lax. Núverandi mótvægisaðgerðir í Noregi eru ekki nægjanlegar til að draga úr þessum ógnum. Þetta er mat þrettán vísindamanna við sjö vísindastofnanir í Noregi. Fjöldi villtra laxa sem skilar sér úr hafi í norskar ár á hverju ári er nú innan við helmingur þess sem var á níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fækkunar eru að mati vísindamanna af mannavöldum ásamt minni lífmassa í sjó. Minnkandi stofnstærð vegna laxalúsar mun gera það erfitt að viðhalda sjálfbærum veiðum, sér í lagi í Vestur-Noregi frá Rogalandi í suðri til Mæris og Raumsdals í norðri. Vísindaráð þessara þrettán vísindamanna er stofnað af umhverfisstofnun Norðmanna. Í því sitja aðeins óháðir vísindamenn. Það metur stöðu villta laxastofnsins og mögulegar ógnir og veitir stjórnvöldum ráðgjöf varðandi laxeldi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, hafði ekki lesið skýrsluna er Fréttablaðið ræddi við hann. Hins vegar sagði hann ekki ástæðu til að óttast að það sama gerist á Íslandi. „Tölur um sleppifisk á Íslandi eru lágar og sama má segja um lús og sýkingar,“ sagði Einar. „Aðstæður í Noregi og á Íslandi eru að mörgu leyti ólíkar. Búið er að búa svo um hnútana með reglugerð að fiskeldi fer fram fjarri okkar helstu ám þannig að aðstæðurnar eru í samanburði mjög ólíkar.“ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir sömu hættur vera hér og í Noregi. „Hér er talsvert um nýrnaveiki og laxalús þar sem menn eru að baða fyrir lúsinni. Einnig sést það á sjóbirtingi og silungi í kringum eldið að miklu meiri sýkingar er að finna í þeim fiski en annars staðar,“ segir Björn. „Þá eru litlu stofnarnir á suðurfjörðum Vestfjarða farnir að sýna merki erfðamengunar. Búið er svo að tilkynna um tvö sleppislys af fiski í sumar sem mun sjást líkast til á næsta ári í ám hér við land.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00 Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. 24. september 2019 07:00 Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Sleppifiskur úr laxeldi, laxalús og sýkingar sem tengjast laxeldi eru stærstu ógnir af mannavöldum við norskan villtan lax. Núverandi mótvægisaðgerðir í Noregi eru ekki nægjanlegar til að draga úr þessum ógnum. Þetta er mat þrettán vísindamanna við sjö vísindastofnanir í Noregi. Fjöldi villtra laxa sem skilar sér úr hafi í norskar ár á hverju ári er nú innan við helmingur þess sem var á níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fækkunar eru að mati vísindamanna af mannavöldum ásamt minni lífmassa í sjó. Minnkandi stofnstærð vegna laxalúsar mun gera það erfitt að viðhalda sjálfbærum veiðum, sér í lagi í Vestur-Noregi frá Rogalandi í suðri til Mæris og Raumsdals í norðri. Vísindaráð þessara þrettán vísindamanna er stofnað af umhverfisstofnun Norðmanna. Í því sitja aðeins óháðir vísindamenn. Það metur stöðu villta laxastofnsins og mögulegar ógnir og veitir stjórnvöldum ráðgjöf varðandi laxeldi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, hafði ekki lesið skýrsluna er Fréttablaðið ræddi við hann. Hins vegar sagði hann ekki ástæðu til að óttast að það sama gerist á Íslandi. „Tölur um sleppifisk á Íslandi eru lágar og sama má segja um lús og sýkingar,“ sagði Einar. „Aðstæður í Noregi og á Íslandi eru að mörgu leyti ólíkar. Búið er að búa svo um hnútana með reglugerð að fiskeldi fer fram fjarri okkar helstu ám þannig að aðstæðurnar eru í samanburði mjög ólíkar.“ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir sömu hættur vera hér og í Noregi. „Hér er talsvert um nýrnaveiki og laxalús þar sem menn eru að baða fyrir lúsinni. Einnig sést það á sjóbirtingi og silungi í kringum eldið að miklu meiri sýkingar er að finna í þeim fiski en annars staðar,“ segir Björn. „Þá eru litlu stofnarnir á suðurfjörðum Vestfjarða farnir að sýna merki erfðamengunar. Búið er svo að tilkynna um tvö sleppislys af fiski í sumar sem mun sjást líkast til á næsta ári í ám hér við land.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00 Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. 24. september 2019 07:00 Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. 1. október 2019 07:00
Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. 16. september 2019 15:45