Umhverfisuppeldi í Hveragerði gengur vel Björn Þorfinnsson skrifar 15. október 2019 07:00 Hveragerði. Mynd/Hveragerðisbær Á dögunum fór fram árlegur samningafundur í Grunnskóla Hveragerðis þar sem gengið var frá samkomulagi milli bekkjarfélags 7. bekkinga skólans og bæjarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins og skuldbatt bæjarfélagið til að greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð bekkjarfélagsins gegn því að nemendurnir tíni upp rusl í bæjarfélaginu í staðinn. Framtakið er þó ekki nýtt af nálinni. Slíka samninga hefur bærinn gert árlega við 7. bekkinga skólans undanfarna áratugi og hefur verkefnið gefið afar góða raun. „Þetta er alltaf mjög ánægjuleg stund sem við reynum að gera svolítið mikið úr í skólanum. Við förum yfir mikilvægi umhverfismála og gildi slíks samnings, sem krefst þess að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Síðan er skrifað undir með viðhöfn,“ segir Aldís.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Að hennar sögn hefur verkefnið gefið afar góða raun og líklega hafi það aldrei átt meira erindi en nú um stundir. „Við lítum á þetta sem eins konar umhverfisuppeldi fyrir börn í bænum. Þau átta sig á að ef einhver hendir rusli á víðavangi þarf einhver annar að þrífa það upp. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir börnin og við verðum vör við að bæjarbúar séu afar ánægðir með þetta framtak. Enda fá þeir hreinan og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís. Þá segir hún það sérstaklega skemmtilegt að þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu fyrstu árin séu núna sjálfir komnir á fullorðinsaldur og eigi kannski börn sem taka þátt í ár. Samningurinn virkar þannig að 7. bekkingarnir samþykkja að skipuleggja einn hreinsunardag í byrjun hvers mánaðar þar sem skilgreind svæði innan bæjarins eru hreinsuð auk þess sem stauraílát á skólalóðum eru tæmd. Umsjónarkennarar sinna síðan eftirliti með því að fylla út sérstök eyðublöð um hverja hreinsun. Á móti fær bekkjarsjóður krakkanna 44 þúsund krónur frá bænum fyrir hverja hreinsun og er upphæðin notuð ár hvert í ferðalag í lok skólaárs. Sérstaklega er tekið fram í samningnum að ef illa er tekið til megi bæjaryfirvöld draga frá upphæðinni í refsingarskyni. „Því ákvæði hefur aldrei verið beitt að því er ég best veit. Ég held að nokkrum sinnum hafi bærinn gert athugasemdir um að hreinsunin mætti vera betri og þá hefur því verið kippt í liðinn. Heilt yfir hafa börnin staðið sig afar vel og allir njóta góðs af,“ segir Aldís. Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Á dögunum fór fram árlegur samningafundur í Grunnskóla Hveragerðis þar sem gengið var frá samkomulagi milli bekkjarfélags 7. bekkinga skólans og bæjarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins og skuldbatt bæjarfélagið til að greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð bekkjarfélagsins gegn því að nemendurnir tíni upp rusl í bæjarfélaginu í staðinn. Framtakið er þó ekki nýtt af nálinni. Slíka samninga hefur bærinn gert árlega við 7. bekkinga skólans undanfarna áratugi og hefur verkefnið gefið afar góða raun. „Þetta er alltaf mjög ánægjuleg stund sem við reynum að gera svolítið mikið úr í skólanum. Við förum yfir mikilvægi umhverfismála og gildi slíks samnings, sem krefst þess að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Síðan er skrifað undir með viðhöfn,“ segir Aldís.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Að hennar sögn hefur verkefnið gefið afar góða raun og líklega hafi það aldrei átt meira erindi en nú um stundir. „Við lítum á þetta sem eins konar umhverfisuppeldi fyrir börn í bænum. Þau átta sig á að ef einhver hendir rusli á víðavangi þarf einhver annar að þrífa það upp. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir börnin og við verðum vör við að bæjarbúar séu afar ánægðir með þetta framtak. Enda fá þeir hreinan og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís. Þá segir hún það sérstaklega skemmtilegt að þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu fyrstu árin séu núna sjálfir komnir á fullorðinsaldur og eigi kannski börn sem taka þátt í ár. Samningurinn virkar þannig að 7. bekkingarnir samþykkja að skipuleggja einn hreinsunardag í byrjun hvers mánaðar þar sem skilgreind svæði innan bæjarins eru hreinsuð auk þess sem stauraílát á skólalóðum eru tæmd. Umsjónarkennarar sinna síðan eftirliti með því að fylla út sérstök eyðublöð um hverja hreinsun. Á móti fær bekkjarsjóður krakkanna 44 þúsund krónur frá bænum fyrir hverja hreinsun og er upphæðin notuð ár hvert í ferðalag í lok skólaárs. Sérstaklega er tekið fram í samningnum að ef illa er tekið til megi bæjaryfirvöld draga frá upphæðinni í refsingarskyni. „Því ákvæði hefur aldrei verið beitt að því er ég best veit. Ég held að nokkrum sinnum hafi bærinn gert athugasemdir um að hreinsunin mætti vera betri og þá hefur því verið kippt í liðinn. Heilt yfir hafa börnin staðið sig afar vel og allir njóta góðs af,“ segir Aldís.
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira