Hinn handtekni reyndist ekki vera morðinginn Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 18:54 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára.
Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19
Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56