Óvenjumargir greinst með lifrarbólgu C á árinu Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. október 2019 13:29 Margir í hópnum sem um ræðir eru sprautufíklar sem eru ekki að smitast í fyrsta sinn. Vísir/Getty Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira