Slökkvilið og bæjarstarfsmenn lögðu fráveitukerfinu á Siglufirði lið í miklu vatnsveðri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 06:09 Frá Siglufirði í gær. Sigurður Ægisson Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. Sigurður Ægisson, íbúi á Siglufirði, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi, aldrei áður hafa séð vatn komu upp um vatnsbrunna í bænum en hann birtir myndir af ástandinu á vefnum siglfirðingur.is. Að sögn Sigurðar var ástandið verst á Eyrinni, eða á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu, en einnig á Eyrarflöt og Langeyrarvegi.Svo mikið var vatnið á Siglufirði að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.Sigurður ÆgissonSlökkvilið Fjallabyggðar var kallað út snemma í gærkvöldi vegna vatnsveðursins og vann slökkviliðsstjóri liðsins, Ámundi Gunnarsson, við annan mann, að því létta á fráveitukerfinu með því að nota dælur slökkviliðsins til þess að koma vatni frá bænum. Fréttastofa náði tali af Ámunda þegar slökkvilið hafði lokið vinnu sinni í gær. Hann sagði úrkomuna að baki og að ástandið í bænum væri skárra. Auk slökkviliðs hafi björgunarsveitin á staðnum, með sex til átta menn, sinnt útköllum. Ámundi sagði að mögulega hefði flætt inn í tvö til þrjú hús og að vatnið hafi bæði komið upp um niðurföll og í gegnum veggi. Bæjarbúar í Fjallabyggð undrast að flóð sem þessi séu nær árlegur viðburður sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið fór í miklar framkvæmdir til þess að efla fráveitukerfið. Þær framkvæmdir hafa ekki komið í veg fyrir að enn flæðir inn á lægsta punkt Siglufjarðar. Fjallabyggð Slökkvilið Veður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum. Sigurður Ægisson, íbúi á Siglufirði, sagðist í samtali við fréttastofu í gærkvöldi, aldrei áður hafa séð vatn komu upp um vatnsbrunna í bænum en hann birtir myndir af ástandinu á vefnum siglfirðingur.is. Að sögn Sigurðar var ástandið verst á Eyrinni, eða á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu, en einnig á Eyrarflöt og Langeyrarvegi.Svo mikið var vatnið á Siglufirði að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.Sigurður ÆgissonSlökkvilið Fjallabyggðar var kallað út snemma í gærkvöldi vegna vatnsveðursins og vann slökkviliðsstjóri liðsins, Ámundi Gunnarsson, við annan mann, að því létta á fráveitukerfinu með því að nota dælur slökkviliðsins til þess að koma vatni frá bænum. Fréttastofa náði tali af Ámunda þegar slökkvilið hafði lokið vinnu sinni í gær. Hann sagði úrkomuna að baki og að ástandið í bænum væri skárra. Auk slökkviliðs hafi björgunarsveitin á staðnum, með sex til átta menn, sinnt útköllum. Ámundi sagði að mögulega hefði flætt inn í tvö til þrjú hús og að vatnið hafi bæði komið upp um niðurföll og í gegnum veggi. Bæjarbúar í Fjallabyggð undrast að flóð sem þessi séu nær árlegur viðburður sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélagið fór í miklar framkvæmdir til þess að efla fráveitukerfið. Þær framkvæmdir hafa ekki komið í veg fyrir að enn flæðir inn á lægsta punkt Siglufjarðar.
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira